sunnudagur, júní 29, 2008

Patrek kom í heimsókn áðan og tók til fyrir frænku sína....ég þarf að taka til eftir hann á eftir!!!
Held samt að foreldrar hans hætti að koma í heimsókn því ég býð aldrei upp á neitt - Einar kom með skyndikaffi um daginn sem hann náðarsamlegast fær heitt vatn út í og svo elti ég þau heim og borðaði kvöldmat hjá þeim enn einu sinni!!!

Annars er ég búin að raða bókum og setja saman bókahillu og skóhillur, laga aðeins til í geymslunni og herða skrúfu - semsagt nóg að gera!!!



Ps) ég horfði ekki á einn einasta em leik - og er stolt af því!!!!

miðvikudagur, júní 25, 2008

nú hef ég vaknað hér 4 morgna og þetta eru fyrstu 4 morgnarnir sem ég hef ekki vaknað hnerrandi síðan í vor....svo ljúft

í dag hef ég

-þvegið gardínur og svo hengt upp sömu gardínur

-raðað geisladiskum...á samt eftir að raða þeim eftir sérstöku kerfi - þegar ég ákveð hvaða kerfi ég ætla að nota:oD

-þvegið nokkrar þvottavélar

-farið á kjarasamningskynningu(varð fyrir meiri vonbrigðum með kynninguna en samninginn!!!!)

-í fyrsta skipti síðan ég flutti hingað eldaði ég kvöldmat og það var að sjálfsögðu mjög gott:oD

á morgun ætla ég að raða bókum - geri ekkert annað þann daginn og kannski þarf ég að nýta föstudaginn í þetta líka - ekki bara af því ég á mikið af bókum heldur líka af því að ég skipta alltaf amk 3 um skoðun á því hvaða kerfi ég ætla að raða þeim eftir hahahaha er ég nokkuð klikkuð

kannski baka ég líka brauð

þriðjudagur, júní 24, 2008

fór í dag í bíltúr og náði í restina af dótinu mínu.....er búin að vera að dunda mér við að taka upp úr kössum og svona en hef pínu stoppað á því að nokkrir mikilvægir hlutir voru á Hvanneyri - td tapparnir í bókahilluna og hillurnar úr geisladiskahillunni....mjög mikilvægt þegar ég á alveg fullt af bókum og slatta af geisladiskum

sunnudagur, júní 22, 2008

er komin norður....hér er allt í rusli en ég ætla bara að taka upp sængina og tannburstan og spái í rest á morgun....eða einhvern tíman á næstu vikum!!!!

ég á án efa bestu foreldra í heimi!!!

laugardagur, júní 21, 2008

kl 2 aðfaranótt flutningsdags

það er algert hell að pakka rest!!!!!! næst þegar ég flyt ætla ég að pakka bókum seinast því þá verða seinustu kassarnir ekki eins leiðinlegir!!!!! Nei næst þegar ég flyt ætla ég að ráða fólk til að pakka niður og flytja og pakka upp!!! Eða þá að eiga bara bækur og föt....auðvelt að pakka!!!!

Ég er flytja á morgun.....eða sko á eftir....ætli ég verði einhvern tíman búin að pakka????ætli ég nái að sofa eitthvað í nótt????eða ætti ég bara að slá þessu upp í kæruleysi og hætta núna!!!!!

Í gær eða sko fyrradag fékk ég fínar fréttir...eða sko fékk tilboð sem ekki var hætt að hafna og ætla þess vegna að vera í algeru fríi næstu 6 vikur....alger afslöppun....sofið út alla daga og eldaðar flóknar sælkaðarera uppskriftir og sötrað hvítvín á hverjum einasta degi!!!!!! Öllum boðið í heimsókn og pakka upp úr kössum fyrir mig...hahahahahahahaha

fimmtudagur, júní 19, 2008

meirihluti eigna minna fór í ferðalag í dag....ég fór samt ekkert!!!

núna þarf ég bara að klára að pakka...bara!!!!!

reikna með að flytja á laugardag!!!!

sunnudagur, júní 15, 2008

ég er búin að pakka í fullt fullt fullt af kössum - bækur, möppur, uppskriftir, geisladiskar, kertastjakar, myndarammar, skrifstofuvörur, spil og púsl allt komið í kassa og mér finnst alveg jafn mikið eftir og var fyrir!!!! Það er náttúrulega ekki rétt en mér finnst ekkert minnka af drasli sem er eftir að pakka og bara einn kassi eftir....búin að pakka í hátt í 30 kassa og núna er kominn tími að sækja sér fleiri kassa!!!!

núna er samt líklegast bara vika eftir hér í firðinu!!!!

föstudagur, júní 13, 2008

loksins komin helgi

hvaða bjánagangur er það að pakka niður öllum bókunum en gleyma að halda eftir eins og einni til að lesa???? það er samt nokkuð góð afsökun fyrir því að kaupa nýjar bækur eða hvað???

er búin að raða öllum greinunum sem ég átti á lager í möppur (ca 300 bls), búin að raða öllum uppskriftum sem ég átti á lager í möppur (aðrar 300 bls), búin að skrifa eins og 25 geisladiska og skipuleggja alveg ótal verk og hluti....ætti ég að fara að pakka?????

ég er búin að vera ótrúlega þreytt alla vikuna og er því hrikalega fegin að geta sofið út í fyrramálið...ef einhver nálægt mér dirfist að slá gras fyrir kl 12 á hádegi þá verður hinum sama fórnað á báli!!!!!!

fimmtudagur, júní 12, 2008

eins góð og lyktin af nýslegnu grasi er þá þoli ég ekki hljóðið í slátturvél

þriðjudagur, júní 10, 2008

ég var að hugsa....

.....gerist svo sem ekki oft og yfirleitt of seint en núna var ég að hugsa.... ég er að fara að flytja upp á 7. hæð - held ég hafi aldrei búið svona hátt uppi - man ekki heldur til þess að hafa búið þar sem er lyfta áður......er eiginlega dálítil kjallara og bakhúsarotta en núna fer ég hátt upp - vonandi þýðir þetta að ég fer að geta sofið fyrir ofnæmi.....ég er nefnilega föst í smá leiðindum


-það er sumar og það er heitt svo maður verður að sofa með opinn glugga
-það er sumar og það eru allskonar frjókorn á sveimi


ÉG ER MEÐ OFNÆMI FYRIR ÞESSUM FJANDANS FRJÓKORNUM SEM ERU AÐ TROÐA SÉR INN UM GLUGGAN HJÁ MÉR!!!!!!



í nótt vaknaði ég við blómalykt og eftirfylgjandi hnerrakast - ég verð svo fegin að vera komin langt upp í loftið svo það sé von til þess að geta verið með opin glugga án þess að hnerra endalaust....hlakka líka til að geta hengt rúmföt út á svalirnar hjá mér og tekið þau inn og brotið saman - að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því hvort það séu margs konar frjókorn búin að lauma sér í rúmfötin til að halda fyrir manni vöku á nóttunni!!!


já ég er smá bitur yfir þessu ofnæmi og helvítis lyfjunum sem ég tek og eiga að virka í sólarhring en virka í mesta lagi 4 tíma


er að hugsa um að fara til læknis og biðja hann um að svæfa mig fram í ágúst eða eitthvað álíka - eða láta mig fá betri lyf!!!!




PS) mússí mússí og farðu að senda mér póst eða póstkort eða bara eitthvað!!!!

sunnudagur, júní 08, 2008

matarboð, fimmtugsafmæli, brúðkaupsveisla, fermingarveisla, matarboð....svona var mín helgi - hvernig var ykkar????

þriðjudagur, júní 03, 2008

Búin að fá lykla af nýju höllinni og fara með bílfylli af kössum þangað....

ljúft að vera á Akureyri um helgina þrátt fyrir það að vakna ógurlega snemma bæði laugardag og sunnudag....drengurinn ákvað að sofa út á föstudag og vaknaði ekki fyrr en hálf átta þá.

þarf núna að vera dugleg að pakka hjá mér og ákveða hverju á að henda og hvað kemur með....á sko fullt af drasli sem er ekki boðið með á norðurlandið

Ef einhver þarna úti er algerlega að farast úr löngun til að lána mér sendibíl í flutninga þá verð ég kát

Hitti tilvonandi samstarfsfélaga og lýst vel á að byrja þarna fyrir norðan....

Eftir 2 daga er umsóknarfrestur liðinn í mitt nám og þá fer ég að fá svar þaðan