þriðjudagur, júní 10, 2008

ég var að hugsa....

.....gerist svo sem ekki oft og yfirleitt of seint en núna var ég að hugsa.... ég er að fara að flytja upp á 7. hæð - held ég hafi aldrei búið svona hátt uppi - man ekki heldur til þess að hafa búið þar sem er lyfta áður......er eiginlega dálítil kjallara og bakhúsarotta en núna fer ég hátt upp - vonandi þýðir þetta að ég fer að geta sofið fyrir ofnæmi.....ég er nefnilega föst í smá leiðindum


-það er sumar og það er heitt svo maður verður að sofa með opinn glugga
-það er sumar og það eru allskonar frjókorn á sveimi


ÉG ER MEÐ OFNÆMI FYRIR ÞESSUM FJANDANS FRJÓKORNUM SEM ERU AÐ TROÐA SÉR INN UM GLUGGAN HJÁ MÉR!!!!!!



í nótt vaknaði ég við blómalykt og eftirfylgjandi hnerrakast - ég verð svo fegin að vera komin langt upp í loftið svo það sé von til þess að geta verið með opin glugga án þess að hnerra endalaust....hlakka líka til að geta hengt rúmföt út á svalirnar hjá mér og tekið þau inn og brotið saman - að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því hvort það séu margs konar frjókorn búin að lauma sér í rúmfötin til að halda fyrir manni vöku á nóttunni!!!


já ég er smá bitur yfir þessu ofnæmi og helvítis lyfjunum sem ég tek og eiga að virka í sólarhring en virka í mesta lagi 4 tíma


er að hugsa um að fara til læknis og biðja hann um að svæfa mig fram í ágúst eða eitthvað álíka - eða láta mig fá betri lyf!!!!




PS) mússí mússí og farðu að senda mér póst eða póstkort eða bara eitthvað!!!!

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Nei ekki viljum við hafa þig sofandi fram í ágúst, össss!

11 júní, 2008 02:24  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Er ekki málið að láta bara svæfa sig, sumarið er hvort sem er tíminn sem maður gerir alltaf einhverja vitleysu. Er ekki bara fínt að vera laus við það allavega eitt sumar hahaha, skora á þig að prófa það...

11 júní, 2008 08:51  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Blessuð vertu láttu svæfa þig....hahahaha...nei, alls ekki. Ég vil hafa þig vakandi í allt sumar og alltaf tilbúna með nýbakað kleinur og skonsur þegar ég kem í heimsókn á 7undu hæð.
MAGGAN

11 júní, 2008 15:25  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim