sunnudagur, júní 29, 2008

Patrek kom í heimsókn áðan og tók til fyrir frænku sína....ég þarf að taka til eftir hann á eftir!!!
Held samt að foreldrar hans hætti að koma í heimsókn því ég býð aldrei upp á neitt - Einar kom með skyndikaffi um daginn sem hann náðarsamlegast fær heitt vatn út í og svo elti ég þau heim og borðaði kvöldmat hjá þeim enn einu sinni!!!

Annars er ég búin að raða bókum og setja saman bókahillu og skóhillur, laga aðeins til í geymslunni og herða skrúfu - semsagt nóg að gera!!!



Ps) ég horfði ekki á einn einasta em leik - og er stolt af því!!!!

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ sendi Einar Má til þín, hann getur lagað til, þrifið og kennt þér að horfa á HM...
:-) :-) :-) :-)

30 júní, 2008 18:40  
Blogger VallaÓsk sagði...

Ég er hrædd um að honum finndist full mikið drasl hjá frænku sinni - ég yrði nú samt fljót að kenna honum að horfa á eitthvað annað en svona fótbotla vitleysu!!

30 júní, 2008 19:05  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég horfði með öðru auganu á úrslitaleikinn, hitt augað var á Hooters stelpunum og dramalátunum í þeim....

02 júlí, 2008 11:31  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim