föstudagur, júní 26, 2009

í alla nótt var ég að skamma kennara fyrir að reyna að komast auðveldlega í gegnum starf sitt, mér fannst þeir væla aðeins of mikið yfir því að búa til ný verkefni af því að það væri ekki hægt að flytja gömlu verkefnin á milli kennsluumhverfa......er ég að verða geðveik??????

seinustu 2 daga hef ég lítið gert...nema setja í þvottavél og ganga frá öllum fötunum sem voru útum allt í svefnherberginu inn í skáp....eða sko ég fjarkeypti líka bókahillur og geisladiskastand og vann ógurlega marga kapla....tapaði að vísu álíka mörgum en samt ekki alveg jafn mörgum:)

í vikunni keypti ég líka nokkrar evrur....sko ekki alveg ókeypis svona að kaupa pening!!!! ég er að fara til útlanda eftir nokkra daga...Þýskaland here I come eða sko Deutschland hier kommt ich held ég sko....ekki mjög sleip í þýskunni lengur - ætli þeir skilji ekki alveg dönsku????

Hver býður sig annars fram í tiltekt heima hjá mér???????? eða ég kannski næ að finna eldhúsborðið mitt á morgun því ekki gerði ég það í kvöld.....ætli ég myndi hætta að nota eldhúsborðið undir alls konar drasl ef ég settist einhvern tíma við það????


En svona alveg að lokum þá fékk ég bréf í dag sem tilkynnti mér það að ég hefði komist inn í framhaldsnám næsta vetur...verð hávirðuglegur mastersnemi!!!!! ætti ég að hætta í BA náminu???


Magga ég var að lesa gömlu bloggsíðuna mína og spyr þig.....er ekki kominn tími á ríjúníon hjá Hugarró??? Hvað með einhversstaðar í nágrenni við jökla og sand á suðurlandinu eftir rúmar 2 vikur?????

þriðjudagur, júní 23, 2009

ég held ég sé með athyglisbrest og afleidda óreiðuröskun.....

ég semsagt er að reyna að laga til og breyta á of mörgum stöðum...held athyglinni illa og er yfirleitt 3 skref á undan og nokkrum til hliðar við sjálfa mig....ss athyglisbrestur!!!

þetta leiðir svo til ógurlegar óreiðu og þar með er óreiðuröskunin komin í full swing....hún lýsir sér helst með því að ég tek sveig fram hjá óreiðunni og fer á þann stað sem minnst óreiða er á og reyni að vinna mig þaðan....þetta er þvílíkt gaman og hverjum er ekki sama þó öll fötin mín séu á rúminu, það séu möppur og pappírar um allt gólf og eldhúsborðið líkist lygi.....blómin mín eru hress og kát í glænýrri mold og á nýjum stað í íbúðinni og ég er búin að raða í eina bókahillu á nýjum stað



það eru samt ýkjur að ÖLL fötin mín séu á rúminu því svo stórt rúm á ég ekki......en það er góður slatti þar......hvað ætli góður slatti séu margar flíkur???????



aðalatriðið er samt að ég keypti dims í dag og núna er ég í þráðlausu neti en ekki í snúru - jei!!!!!

mánudagur, júní 22, 2009

ég er komin í sumarfrí!!!!!!!!!!!!!!

ég fór austur í smá heimsókn í seinustu viku og hitti fólk og fékk kaffi og hafði það gott....

núna er ég í tiltektargírnum....kennarinn farinn í frí og húsmóðirin komin úr vetrarhíðinu....í gær þreif ég bakaraofn og baðherbergi og á morgun er komið að svefnherberginu....mér ætti að takast að gera íbúðina sæmilega fína fyrir helgi og svo tekur sumarsælan við....hehehe

veðrið hér fyrir norðan er fínt.....ekki að ég sé mikið úti þar sem við sólin erum ekki bestu vinir en það er fínt að þurfa ekki að dúða sig áður en maður fer út....

planið fyrir útilegu ársins er farið að skýrast og það er lofað miklu fjöri.....auðvelt að standa við það þar sem skemmtilegar manneskjur verða á ferð....

sunnudagur, júní 14, 2009

tíminn flýgur hjá......

ég skrapp á suðvesturhornið, nokkuð óvænt, á fimmtudaginn og kom heim í dag
fór í sálumessu í kaþólsku kirkjunni og hitti útvalda vini og fór í 2 ára afmæli hjá Patrek leikskólastrák

2 vinnudagar eftir og svo fer ég austur í smá heimsókn

sunnudagur, júní 07, 2009

ég er ekki viss um að ég sé ofboðslega hrifin af júní mánuði.....það sem af er mánuði hef ég bæði brennt mig og dottið niður stiga....

...fyrir utan það hef ég sofið of lítið og borðað of mikið af ruslfæði...brauð brauð brauð

þetta stendur samt allt til bóta því seinustu nótt svaf ég í 11 klst og í dag eldaði ég lambahrygg og ofnbakað grænmeti í kvöldmat

þriðjudagur, júní 02, 2009

ég var að elda áðan og ég brenndi mig...snökt snökt....note to selv: ekki snerta ofninn að innan þegar kveikt er á honum....

varð fúl við það og borðaði næstum hráan mat....sem gerði ekkert til því þetta var nú bara grænmeti og niðursoðnar baunir

þetta er ekki stórt brunasár....en eins og yfirleitt þegar maður brennir sig þá er það á óþægilegum stað....ég kældi sárið eftir bestu getu og skellti svo hálfu bréfi af kæligeli á hendina og setti grisju yfir og plástraði hana fasta....eins gott að einhver gaf mér svona plástur sem maður getur rifið....ég lifi þetta sennilega af.....hahahahaha

ég er næstum því hætt að hósta....er ennþá með hor niður á hné og þar sem ég er alltaf að snýta mér þá er ég farin að fá blóðnasir mjög reglulega.....ég er eiginlega afskaplega gölluð

enn á fullu í að fara yfir próf og sitja yfir prófum og annað slíkt skemmtilegt....en sumarfríið nálgast...júbbí