þriðjudagur, júní 23, 2009

ég held ég sé með athyglisbrest og afleidda óreiðuröskun.....

ég semsagt er að reyna að laga til og breyta á of mörgum stöðum...held athyglinni illa og er yfirleitt 3 skref á undan og nokkrum til hliðar við sjálfa mig....ss athyglisbrestur!!!

þetta leiðir svo til ógurlegar óreiðu og þar með er óreiðuröskunin komin í full swing....hún lýsir sér helst með því að ég tek sveig fram hjá óreiðunni og fer á þann stað sem minnst óreiða er á og reyni að vinna mig þaðan....þetta er þvílíkt gaman og hverjum er ekki sama þó öll fötin mín séu á rúminu, það séu möppur og pappírar um allt gólf og eldhúsborðið líkist lygi.....blómin mín eru hress og kát í glænýrri mold og á nýjum stað í íbúðinni og ég er búin að raða í eina bókahillu á nýjum stað



það eru samt ýkjur að ÖLL fötin mín séu á rúminu því svo stórt rúm á ég ekki......en það er góður slatti þar......hvað ætli góður slatti séu margar flíkur???????



aðalatriðið er samt að ég keypti dims í dag og núna er ég í þráðlausu neti en ekki í snúru - jei!!!!!

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Afleidd óreiðuröskun......kannast svo vel við það.

"Maggan"

24 júní, 2009 14:28  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim