fimmtudagur, maí 28, 2009

nenni ekki að tala um öll prófin og vinnubækurnar sem ég eftir að fara yfir.....

ég er á fullu að skipuleggja roadtrippið....það ætti að gleðja vissan tómstundafræðing að ég er búin að redda spurningakeppninni og tónlistinni.....átti ekki að vera eurovisionþema í tónlistinni????? svo keypti ég líka nokkrar bækur um tölfræði fyrir tjaldlestur á kvöldin:o) var það ekki einmitt lesefnið sem var óskað eftir?????

nú vantar okkur bara tjald eða kannski verður svo gott veður að við sofum bara undir berum himni hehehehe....svo vantar okkur líka kælibox sem rúmar ca 4 hvítvínskassa og 2 samlokur!!!!!!!

þriðjudagur, maí 26, 2009

og tíminn líður....

ég hósta enn og snýti mér eins og ég fái borgað fyrir það

ég er enn á fullu í vinnunni en það eru samt bara ca 3 vikur eftir og þá hefst sumardagskrá Valgerðar.... það er margt komið á dagskránna og það verður stuð

.... ætla meðal annars í road trip með sturlaða leikskólakennaranum - verður örugglega uppfullt af þroskandi þrautum og spennandi sögustundum...eða hvað??????

....ég ætla að heimsækja vinkonu úr háskóla og njóta þess að hitta hana eftir langan tíma...hún býr í suður þýskalandi....

....ég ætla að lesa fullt af bókum, læra ítölsku, sulla í vatni og hlægja - en þið?? hvað ætlið þið að gera???

þriðjudagur, maí 19, 2009

er byrjuð að skipuleggja mjög spennandi sumar sem mun fela í sér það besta í innlendri og erlendri skemmtun.....

tilhugsunin um skemmtilegt sumar veitir mér ögn þolinmæði og þrek í að þrauka aðeins lengur

nennir samt einhver að fara yfir verkefni fyrir mig?????? ég skal borga með óendanlegri skemmtun og heitum mat amk 2 á dag

mánudagur, maí 18, 2009

ég er eiginlega í messi.....

ég snýti mér og hósta og er þreytt og er kalt......

ég er að reyna að þrauka seinustu kennsludagana og tel mér trú um að um leið og þeir séu búnir þá komist ég í lag aftur.....ef það er einhver þarna úti sem er að spá í að kenna í 2 skólum þá skaltu velja skóla með eins dagatal....það er alltof langir toppar þegar það er svona 2-3 vikna munur í dagatalinu. Ég var að reikna út einkunnir og fara yfir próf frá því í byrjun desember þangað til í lok janúar....

og í tilefni af þessari þreytu og öllu öðru þá ætla ég að vinna í sömu skólum næsta vetur

6 kst eftir af önninni og svo bruna ég í alls kyns dekur á suðvestur og vesturhluta landsins....þegar ég kem heim aftur verða 4 yfirsetur, 2 skrifleg próf og 1 munnlegt próf + eitt munnlegt próf með mig sem prófdómara og svo er ég komin í sumarfrí....sumarfrí sem er ca 4 vikum styttra en venjulega því ég er að vinna í 2 skólum með mismunandi dagatal....

fimmtudagur, maí 14, 2009

núna eru bara 3 kennsludagar eftir ....... svo kemur smá suðurferð.....svo er komið að prófum .... ég á að sitja yfir 4 prófum og er sjálf með 4 fyrstu bekki í prófi og 1 annan bekk sem fer bæði í munnlegt próf og skriflegt ....á sama tíma og seinustu kennsludagarnir líða þarf ég að klára að fara yfir verkefni og gefa fyrir ástundun í fjarkennslu....það er semsagt fínt að gera.


Næsti vetur er farinn að skýrast....þeir sem þekkja mig vita hversu mikið ég er fyrir að hafa lífið rólegt og þeim get ég sagt að það verður álíka rólegt hjá mér næsta vetur og það var í vetur!!!!! Getur einhver bent mér á námskeið í því að slappa af og trappa niður vinnu????


Annars er sumarið svo sannarlega komið hér á norðurslóð og það gerir mig káta - jafnvel þó ég sé ekki mikið fyrir sólböð þá finnst mér gott að koma út í 20°c hita:o) Sólin meira að segja gerði það að verkum að þegar allt klikkaði í tíma í dag þá bara sleppti ég því að pirra mig á biluðum skjávörpum, ósamvinnuþýðum myndböndum og græjum í verkfalli og reddaði málinu með því að flytja hópinn upp eina hæð og aðeins til hliðar:D eins gott að það eru fáar stofur í notkun í hádeginu því allar þessar græjur sem ekki vildu virka í fyrstu stofunni voru nauðsynlegar fyrir kynningar sem nemendur voru með - uppáhalds kennsluaðferðin mín....ég sit og horfi á.....hahahahahahaha

mánudagur, maí 11, 2009

bara 7 kennsludagar eftir af önninni ...... úff hvað ég verð sátt þegar þeir eru liðnir...að vísu koma þá prófadagar en það er allt annað

ég er búin með allt háskólatengt þessa önnina og ætla sko aldeilis ekki í sumarskóla....hann byrjar núna í lok maí og er fram í lok júní.....maður fer ekki í sumarskóla ef maður er ekki kominn í sumarfrí ennþá þegar hann byrjar

sumarið verður rólegt, skemmtilegt og afslöppun

þriðjudagur, maí 05, 2009

ég er þreytt....en seinast háskólaverkefni annarinnar er komið til kennara og nú er bara eftir eitt smá próf á fimmtudaginn og þá er háskóla önnin búin.....er að spá í að fara í sumarnám svo mér leiðist ekki í sumar

13. maí er seinasti skiladagur fyrir verkefni fyrir vestan og þá hef ég ca 5-6 daga til að klára að fara yfir allt þar....hér er seinasti kennsludagur 20 maí og seinasta próf hjá mér í kringum 5. júní og þá er stutt í að vinnan þennan veturinn sé búin

ég er búin að fá vinnu næsta vetur svo ég þarf ekki að hafa fjárhagsáhyggjur þó ég geri ekkert af viti í sumar