fimmtudagur, maí 14, 2009

núna eru bara 3 kennsludagar eftir ....... svo kemur smá suðurferð.....svo er komið að prófum .... ég á að sitja yfir 4 prófum og er sjálf með 4 fyrstu bekki í prófi og 1 annan bekk sem fer bæði í munnlegt próf og skriflegt ....á sama tíma og seinustu kennsludagarnir líða þarf ég að klára að fara yfir verkefni og gefa fyrir ástundun í fjarkennslu....það er semsagt fínt að gera.


Næsti vetur er farinn að skýrast....þeir sem þekkja mig vita hversu mikið ég er fyrir að hafa lífið rólegt og þeim get ég sagt að það verður álíka rólegt hjá mér næsta vetur og það var í vetur!!!!! Getur einhver bent mér á námskeið í því að slappa af og trappa niður vinnu????


Annars er sumarið svo sannarlega komið hér á norðurslóð og það gerir mig káta - jafnvel þó ég sé ekki mikið fyrir sólböð þá finnst mér gott að koma út í 20°c hita:o) Sólin meira að segja gerði það að verkum að þegar allt klikkaði í tíma í dag þá bara sleppti ég því að pirra mig á biluðum skjávörpum, ósamvinnuþýðum myndböndum og græjum í verkfalli og reddaði málinu með því að flytja hópinn upp eina hæð og aðeins til hliðar:D eins gott að það eru fáar stofur í notkun í hádeginu því allar þessar græjur sem ekki vildu virka í fyrstu stofunni voru nauðsynlegar fyrir kynningar sem nemendur voru með - uppáhalds kennsluaðferðin mín....ég sit og horfi á.....hahahahahahaha

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Látu hitann gleðja þig og heimilisdýrin sem fylgja honum. Í versta falli verðuru bara að fá þér svo býflugnabóndabúning. Hlakka til að hitta þig í næstu viku, kveðja úr velgju og geðveiku roki
þessi kolklikkaði háskólanemi!!

14 maí, 2009 22:48  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Já það er sko sól hér :o)

Erum að klára að flytja, velkomin í heimsókn þegar þú kemur í bæinn :)
Knús frá okkur. Einar biður að helsa.
Steinunn

14 maí, 2009 22:49  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Allar kennsluaðferðir ættu að miðast að því að sitja og fylgjast með nemendum. Fær maður hitting í suðurferðinni þinni?????

Vesturbæjarhúsmóðirin

15 maí, 2009 07:28  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ég er laus við skaðræðiskvikindin í bili....vona ég! Þegar það voru komnar 5 á svalirnar í gær stóð mér ekki á sama...

ég ætla að reyna að kíkja á nýju íbúðina og knúsa Einarinn minn og kannski færa ykkur smá baðgjöf!!!

Auðvitað mun ég leggja áherslu á að taka smá kaffistopp í vesturbænum - hvað annað

15 maí, 2009 10:42  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim