Ég er semsagt komin í haustfrí.....
Ég setti mér það markmið að ég ætlaði að vera í þunglyndi allt fríið....löng og skemmtileg röksemdafærsla bak við þetta en hún er ekki birtingarhæf á netinu því ég er í þannig stöðu að suma hluti get ég ekki leyft mér að segja......djókkkkkkkkkkkkkkkkkkkk
Ég semsagt ákvað það um daginn að ég ætlaði að vera þunglynd allt haustfríið mitt....áðan þegar ég var að tala við Guðrúnu gerði ég mér grein fyrir því að ég væri afskaplega illa undirbúin fyrir þunglyndis daga....ekkert snakk til, ekkert óhollt að borða til, enginn bjór eða hvítvín í ísskápnum heldur bara spirolina safi....sem er eitur fyrir suma.....bara ekki mig!!!
En þar sem undirbúningurinn hefur sem sagt klikkað eitthvað hjá mér ætla ég í kvöld að rífa mig niður yfir því hversu léleg ég sé að undirbúa þunglyndi og á sama tíma ætla ég að finna fötin sem ég verð í daga og nætur næstu daga...þetta ætti að duga til að rífa mig aðeins niður svo ég kaupi örugglega bara ógeðsmat í búðinni á morgun!!!!
Áður en ég fer að sofa ætla ég svo að horfa á Bridget Jones og ætti það að tryggja það að ég sé tilbúin fyrir næstu daga...all by myself!!!....ætti sennilega að skella í mig auka skammti af lýsi og c vítamíni núna til að hafa heilsu í þunglyndisfríið mitt!!!!