þriðjudagur, október 30, 2007

jakk

Ég er ógeðslega fegin að hafa vinnuna bara hinum megin við götuna þegar það er svona ógeðs drasl veður úti....ég hata snjó hann er ógeð ógeð ógeð ógeð...ef það er eitthvað sem ég hata meira en snjó þá er það þegar það snjóar í næstum heilan dag og svo byrjar að rigna...og rigna og rigna og rigna....grínlaust þá er ca 30 cm. lag af rennandi blautum snjó úti núna!!!!!!!!ógeð ógeð ógeð ógeð.

föstudagur, október 26, 2007

Góða kvöldið, ég heiti Valgerður og er nörd

í stað þess að vera í fríi í gær og í dag er ég búin að vera að læra...ég er búin að raða glósum, skipuleggja verkefni og skiladaga, endurskipuleggja greinar og glærur...og mér finnst það SVO gaman!!!!!

þetta er alveg frábært frí...burtséð frá því að veðrið er ömurlegt, bíllinn minn er með stæla og veðrið er ömurlegt!!!!

miðvikudagur, október 24, 2007

haustfrí haustfrí haustfrí haustfrí haustfrí haustfrí haustfrí haustfrí

Ég er semsagt komin í haustfrí.....

Ég setti mér það markmið að ég ætlaði að vera í þunglyndi allt fríið....löng og skemmtileg röksemdafærsla bak við þetta en hún er ekki birtingarhæf á netinu því ég er í þannig stöðu að suma hluti get ég ekki leyft mér að segja......djókkkkkkkkkkkkkkkkkkkk

Ég semsagt ákvað það um daginn að ég ætlaði að vera þunglynd allt haustfríið mitt....áðan þegar ég var að tala við Guðrúnu gerði ég mér grein fyrir því að ég væri afskaplega illa undirbúin fyrir þunglyndis daga....ekkert snakk til, ekkert óhollt að borða til, enginn bjór eða hvítvín í ísskápnum heldur bara spirolina safi....sem er eitur fyrir suma.....bara ekki mig!!!

En þar sem undirbúningurinn hefur sem sagt klikkað eitthvað hjá mér ætla ég í kvöld að rífa mig niður yfir því hversu léleg ég sé að undirbúa þunglyndi og á sama tíma ætla ég að finna fötin sem ég verð í daga og nætur næstu daga...þetta ætti að duga til að rífa mig aðeins niður svo ég kaupi örugglega bara ógeðsmat í búðinni á morgun!!!!

Áður en ég fer að sofa ætla ég svo að horfa á Bridget Jones og ætti það að tryggja það að ég sé tilbúin fyrir næstu daga...all by myself!!!....ætti sennilega að skella í mig auka skammti af lýsi og c vítamíni núna til að hafa heilsu í þunglyndisfríið mitt!!!!

laugardagur, október 20, 2007

Ég er búin að downloada fyrstu bíómyndinni um ævina....ég lærði það auðvitað af nemendum mínum....segið svo að maður læri ekkert í framhaldsskóla..hehehehehe....er líka búin að horfa á myndina og hún var virkilega góð...brútal, ógeðsleg, raunveruleg og mjög góð....leikararnir voru snilld að leika dópista og ég trúði því virkilega að einn leikarinn væri í fráhvörfum!!! Mæli með myndinni sem heitir Nordkraft og er dönsk.

í vikunni skrapp ég til Reykjavíkur á fyrirlestur og í mat hjá góðum vinum og fór yfir mörg mörg verkefni því það voru einkunnaskil á föstudag og auðvitað kenndi ég nokkra tíma;o)

Jæja best að huga að kvöldmati og öðru heimilistengdu.

sunnudagur, október 14, 2007

dagurinn í gær....og dag

á ekki lengur sundlaug....gúbbífiskarnir komnir í reyk.....einhver tók til í bílnum mínum...sem þurfti ekki!!!......enginn búinn að taka til heima hjá mér....sem þarf!!!

í gær var ég útötuð í blóði og með lifrarklístur á höndunum....örugglega hollt fyrir húðina en vesen að þvo af

Heitir þátturinn Laugardagslaugin eða Laugardagslögin????

Að einhverju allt öðru þá er þetta minn dagur og ég þakka allar afmæliskveðjurnar sem borist hafa....held að ég sé ekki áberandi meira hrukkótt núna en í gær...kannski eru lifur og blóð góð fyrir húðina þrátt fyrir allt:o)

miðvikudagur, október 10, 2007

tirsdag bloddy tirsdag

ýmislegt í gangi sem er ekki allt jafn skemmtilegt...eiginlega hundleiðinlegt...vil ekki segja meira fyrr en ég veit meira en get þó sagt að ég eigi næstum sundlaug.....hehehe

Af hverju ætli enginn lagi til heima hjá mér.....ég skipulegg og skipulegg en ekkert gerist!!!

Gaman í vinnunni þrátt fyrir mikið vinnuálag....ég tek ákvarðanir og hætti við þær oft á dag....ætli allar vogir eigi eins erfitt með að ákveða sig???? -nei er ennþá nafn á smábæ í rússlandi

hmm fjör í vinnunni...lotuskipti eftir þessa viku....uss af hverju er ég með símat??????

miðvikudagur, október 03, 2007

einhverf með árátturöskun

Ég held að ég sé pínulítið félagslega vanhæf....ég á ómögulegt með að hlusta á sumt fólk...ég get ekki vorkennt fólki fyrir val þeirra í lífinu....held að ég sé einhverf að öllu leyti nema það að ég er með mjög vel þróað mál(er sko búin að læra smá um einhverfu og veit hver greiningaratriðin eru)...ég er líka með áráttuhegðun...ég vil að fólk geri það sem það segist ætla að gera!!!!

Dagurinn í dag var frekar langur því ég var svo orkulaus þegar ég vaknaði....en samt ekkert nema leti og pirringur held ég....langar að ganga um götur stórborgar og týna mér í mannfjöldanum með góðum ferðafélaga, langar dálítið til Boston aftur...

Best að semja eins og eina könnun fyrir morgundaginn og horfa með öðru auganu á starter wife

þriðjudagur, október 02, 2007

Smá breytingar

Ætlaði að fara snemma að sofa...fór að fikta aðeins í blogginu mínu...þegar ég gat ekki gert það sem ég vildi gera hætti ég við það og gerði eitthvað annað....ótrúlegt hversu fljótt 2 tíma fljúga framhjá!!!!

Það er kominn október og þá er farið að styttast verulega í daginn þið vitið

Mikið að gera og ég er eiginlega strax farin að bíða eftir helginni....er samt að læra að segja nei (as if) og farin að losa mig við hluta af verkefnunum (alveg satt)