laugardagur, júní 18, 2011

Ég er komin í sumar"frí", þe kennslan er búin og ég er komin í önnur verkefni með öðrum vinnutíma sem er yndi þannig að ég get mætt seinna og þannig uppfyllt gífurlega sumar svefnþörf mína. Af hverju ætli ég þurfi á meiri svefni að halda á sumrin????

Ég er búin að fara nokkrum sinnum til Reykjavíkur upp á siðkastið enda bensínið næstum ókeypis.....hef samt bara farið þegar það er bráðnauðsynlegt....fara í leikhús og knúsa Hafdísi Ósk, útskrift hjá Ellu og brunch með Þóru....allt saman bráðnauðsynlegt

Í næstu viku ætla ég að fara austur....ég lét aldrei verða af því að fara í fyrrasumar (var á næturvöktum aðra vikuna og pakkaði niður íbúðinni minni og undirbjó skóla hina) og í júlí fer ég til Danmerkur sem ég frestaði í fyrra af því allt í einu var sumarið búið.... annars er eins og sumarið ætli ekkert að byrja hér

Er að hlusta/horfa á þátt á CNBC sem fjallar um það hvernig bandaríkjamenn voru plataðir til að kaupa fasteignir í hrönnum eftir 11 september 2001 til að ná efnahagslífinu í gang aftur.....

fimmtudagur, mars 31, 2011

Þetta er orðin spurning um að hætta þessu bloggi eða hætta því ekki...

get ekki alveg ákveðið mig

fimmtudagur, febrúar 10, 2011

það er kominn febrúar og í gær átti uppáhaldsmamman mín afmæli;o)

Veðrið er búið að vera ótrúlega þægilegt hér á köflum miðað við suðvestur hornið en ég er samt að verða þreytt á snjó og ekki snjó og rigningu og slyddu og frosti og ekki frosti, ég vil bara fá smá snjó og svo frost og hafa það þannig þangað til í apríl og þá á að koma vor......bý kannski alveg í rétta landinu fyrir svona heimtufrekju....

Það er nóg að gera í vinnunni að venju og ég gæti hafa bætt á mig einu eða þremur aukaverkefnum en það er bara venjan og gott að hafa nóg að gera:o)

Eftir allar suðurferðir í janúar þá stefnir í heimafebrúar - ja svona fyrir utan einstaka ferðir á Akureyri og Sauðárkrók....ja og svo auðvitað Siglufjörð en það er bara eins og að vera heima hjá sér.

Mér finnst ég ekki nógu skipulögð þessa dagana svo sennilega þarf ég að skammast eitthvað í mér og jafnvel setja upp verðlaunakerfi fyrir mig, einn límmiða fyrir hvert verk sem ég klára:o) ég á svo mikið af límmiðum að ég gæti sennilega veggfóðrað meðalstórt herbergi með þeim...

miðvikudagur, janúar 26, 2011

Er með einhvers konar frammistöðukvíða

þeim mun lengri tími sem líður frá seinasta bloggi þeim mun betra þarf næsta blogg að vera!!!

skammast mín fyrir lélegheit

en skammast mín ekkert fyrir að hætta hér

föstudagur, nóvember 26, 2010

Langt síðan ég hef skrifað og ansi margt búið að gerast....

8. október eignaðist ég loksins loksins fallegustu frænku sem fæðst hefur:o)

9. október velti ég bílnum mínum tvær veltur í Norðurárdalnum í Borgarfirði, bíllinn eyðilagðist algerlega en ég slapp eins vel og hægt er. Engin tognun eða vesen á vöðvum, ég marði rifbeinin vinstra megin og það er búið að vera hell en ég er öll að koma til.

14. október átti ég afmæli - 35 kom afskaplega átakalaust!

11. nóvember keypti ég mér nýjan bíl eftir alls konar basl með tryggingar og Lýsingu, allt endaði þetta vel og ég fékk ákjósanlegt verð fyrir bílinn og Lýsing komst að þeirri niðurstöðu að ég hefði ofgreitt lánið þannig að ég gat bæði borgað upp lánið og keypt mér bíl. Mér finnst tilveran bjartari svona bílalánalaus!!

þriðjudagur, október 26, 2010

Beiðni um hjálp! Anmodning om hjælp!

står på dansk nedenunder

Elsku bestu vinir!
Ég er að gera rannsókn í Eigindlegum rannsóknaraðferðum við Háskólann á Akureyri þar sem ég er í mastersnámi eins og mörg ykkar vita.

Ég á að gera vettvangsrannsókn svokallaða ethnographic research og ákvað að gera autoethnographic story. Sem sagt þá ætla ég að rannsaka MIG.

Nú vantar mig aðstoð ykkar við að vita hvað þið hafið að segja um mig. td Hvenær munið þið fyrst eftir mér? Hvernig kynntumst við? Hvað dettur ykkur fyrst í hug þegar þið hugsið um mig? Hvernig persóna heldur þú að ég sé?
Þú þarft ekki að svara þessum spurningum endilega en mér þætti vænt um að þú myndir gefa þér tíma að skrifa niður það fyrsta eða annað sem þér dettur um mig og senda mér í tölvupósti (vallaosk@gmail.com)

Ég mun ekki nafngreina ykkur í rannsókninni heldur gefa ykkur einhver dulnefni svo ef þið hafið sérstakar óskir um dulnefni þá er tilvalið að láta það fylgja með;o)

Knús og kram V
___________________________________________________

Kære venner
Jeg er i gang med at lave en etnografisk opgave i mine studier og det jeg skal kigge nærmere på er JEG.

For at kunne gøre dette ordentligt har jeg brug for lidt hjælp. Jeg har brug for at vide hvad du har at sige om mig, fx hvordan vi mødtes, hvornår og evt hvorfor. Du behøver ikke at svare på nogle spørgsmål bare du giver dig tid til at skrive et eller to ord om mig og sende til mig i beskederne her eller i email (vallaosk@gmail.com)

Jeg vil ikke angive jeres navne i min opgave, men vil give jer dæknavne så hvis I har specielle ønsker om dæknavn endelig send det med ellers får I et sødt islandsk navn;o)

knus og kram Valla

mánudagur, október 04, 2010

uppáhaldsmánuðirnn minn er byrjaður og í ár eru fleiri ástæður til að gleðjast en bara sú að ég og 200 mílna landhelgin eigum 35 ára afmæli....litla frænka mín (eða frændi) fæðist á næstu dögum...

Ég er í einum áfanga í háskólanum þessa önnina og mér er svo aldeilis ekki skemmt yfir þeim áfanga hingað til en ég trúi því og treysti að ég hafi verið að ljúka við leiðinlegast verkefnið í þeim áfanga....það var alger hörmung en ég vona bara og bið að ég hafi náð 49,9% í því....býst ekki við meiru.

Seinast föstudag fór ég svo á kynningu á næsta verkefni og það verður rosa rosa rosa skemmtilegt enda mun það fjalla um uppáhaldið mitt......mig!

ég er ótrúlega óskipulögð um þessar mundir og mun í tilefni af því tileinka þessa viku sem er vika nr 40 á árinu skipulagi og hún mun verða notuð til að vinna upp alla lausa enda svo að ég geti notað uppáhaldsvikuna mína til að halda upp á mig og landhelgina og svo auðvitað skipuleggja seinni hluta annarinnar.....það sem sagt styttist óðfluga í að skólaönnin sé hálfnuð...hvað kom eiginlega fyrir tímann???

Um helgina heimsótti Ella mig og við elduðum góðan mat, skoðuðum Siglufjörð og Héðisfjörð ásamt göngunum og spjölluðum heilmikið og svo auðvitað lærðum við alveg á fullu....og Ella duglega prjónaði heilan jólasvein og húfuband og örugglega eitthvað meira....hún er prjónaóð enda á hún rosa rosa flott prjónasett sem ég öfunda hana af:o) samt vantar mig á engan hátt prjóna heldur eru hennar bara svo litríkir!!!!