Langt síðan ég hef skrifað og ansi margt búið að gerast....
8. október eignaðist ég loksins loksins fallegustu frænku sem fæðst hefur:o)
9. október velti ég bílnum mínum tvær veltur í Norðurárdalnum í Borgarfirði, bíllinn eyðilagðist algerlega en ég slapp eins vel og hægt er. Engin tognun eða vesen á vöðvum, ég marði rifbeinin vinstra megin og það er búið að vera hell en ég er öll að koma til.
14. október átti ég afmæli - 35 kom afskaplega átakalaust!
11. nóvember keypti ég mér nýjan bíl eftir alls konar basl með tryggingar og Lýsingu, allt endaði þetta vel og ég fékk ákjósanlegt verð fyrir bílinn og Lýsing komst að þeirri niðurstöðu að ég hefði ofgreitt lánið þannig að ég gat bæði borgað upp lánið og keypt mér bíl. Mér finnst tilveran bjartari svona bílalánalaus!!
8. október eignaðist ég loksins loksins fallegustu frænku sem fæðst hefur:o)
9. október velti ég bílnum mínum tvær veltur í Norðurárdalnum í Borgarfirði, bíllinn eyðilagðist algerlega en ég slapp eins vel og hægt er. Engin tognun eða vesen á vöðvum, ég marði rifbeinin vinstra megin og það er búið að vera hell en ég er öll að koma til.
14. október átti ég afmæli - 35 kom afskaplega átakalaust!
11. nóvember keypti ég mér nýjan bíl eftir alls konar basl með tryggingar og Lýsingu, allt endaði þetta vel og ég fékk ákjósanlegt verð fyrir bílinn og Lýsing komst að þeirri niðurstöðu að ég hefði ofgreitt lánið þannig að ég gat bæði borgað upp lánið og keypt mér bíl. Mér finnst tilveran bjartari svona bílalánalaus!!
1 Ummæli:
Já allt eru þetta nú góðir hlutir, fyrir utan veltuna, EN annars varðstu ríkari fyrir vikið heheheh
Gangi þér vel á MÁLÞINGI!!!! OJ
Steinunn
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim