mánudagur, október 04, 2010

uppáhaldsmánuðirnn minn er byrjaður og í ár eru fleiri ástæður til að gleðjast en bara sú að ég og 200 mílna landhelgin eigum 35 ára afmæli....litla frænka mín (eða frændi) fæðist á næstu dögum...

Ég er í einum áfanga í háskólanum þessa önnina og mér er svo aldeilis ekki skemmt yfir þeim áfanga hingað til en ég trúi því og treysti að ég hafi verið að ljúka við leiðinlegast verkefnið í þeim áfanga....það var alger hörmung en ég vona bara og bið að ég hafi náð 49,9% í því....býst ekki við meiru.

Seinast föstudag fór ég svo á kynningu á næsta verkefni og það verður rosa rosa rosa skemmtilegt enda mun það fjalla um uppáhaldið mitt......mig!

ég er ótrúlega óskipulögð um þessar mundir og mun í tilefni af því tileinka þessa viku sem er vika nr 40 á árinu skipulagi og hún mun verða notuð til að vinna upp alla lausa enda svo að ég geti notað uppáhaldsvikuna mína til að halda upp á mig og landhelgina og svo auðvitað skipuleggja seinni hluta annarinnar.....það sem sagt styttist óðfluga í að skólaönnin sé hálfnuð...hvað kom eiginlega fyrir tímann???

Um helgina heimsótti Ella mig og við elduðum góðan mat, skoðuðum Siglufjörð og Héðisfjörð ásamt göngunum og spjölluðum heilmikið og svo auðvitað lærðum við alveg á fullu....og Ella duglega prjónaði heilan jólasvein og húfuband og örugglega eitthvað meira....hún er prjónaóð enda á hún rosa rosa flott prjónasett sem ég öfunda hana af:o) samt vantar mig á engan hátt prjóna heldur eru hennar bara svo litríkir!!!!

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

OK núna er frænkan fædd, þú búin að eignast engan bíl, búin að eldast, fá fyrsta snjóninn í vetur og ég að klúðra náminu mínu......
Mikið er október nú skemmtilegur mánuður heheheh

kv.se

24 október, 2010 14:24  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim