laugardagur, júní 18, 2011

Ég er komin í sumar"frí", þe kennslan er búin og ég er komin í önnur verkefni með öðrum vinnutíma sem er yndi þannig að ég get mætt seinna og þannig uppfyllt gífurlega sumar svefnþörf mína. Af hverju ætli ég þurfi á meiri svefni að halda á sumrin????

Ég er búin að fara nokkrum sinnum til Reykjavíkur upp á siðkastið enda bensínið næstum ókeypis.....hef samt bara farið þegar það er bráðnauðsynlegt....fara í leikhús og knúsa Hafdísi Ósk, útskrift hjá Ellu og brunch með Þóru....allt saman bráðnauðsynlegt

Í næstu viku ætla ég að fara austur....ég lét aldrei verða af því að fara í fyrrasumar (var á næturvöktum aðra vikuna og pakkaði niður íbúðinni minni og undirbjó skóla hina) og í júlí fer ég til Danmerkur sem ég frestaði í fyrra af því allt í einu var sumarið búið.... annars er eins og sumarið ætli ekkert að byrja hér

Er að hlusta/horfa á þátt á CNBC sem fjallar um það hvernig bandaríkjamenn voru plataðir til að kaupa fasteignir í hrönnum eftir 11 september 2001 til að ná efnahagslífinu í gang aftur.....

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

brunch er mjög mikilvægur......verður ekki dagverður alla morgna þegar ég kem í húsmæðraorlofið

19 júní, 2011 11:24  
Blogger VallaÓsk sagði...

Það verður dagverður alla daga og miðdegiskaffi með amk 2 sortum og kvöldkaffi með kúri undir teppi (1 undir hverju teppi;))

19 júní, 2011 17:05  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim