þriðjudagur, september 29, 2009

er enginn annar en ég orðinn þreyttur á hræðsluáróðri fjölmiðla??? ekki það að ástandið er alvarlegt og allt það en ég er samt svo svo svo svo þreytt á þessu
...það er að verða komið ár og eyrun mín eru orðin uppgefin....ég er afskaplega fjölmiðla þreytt

annars gengur allt vel í námi og kennslu....var að klára lotu 2 í náminu fyrir nokkrum klukkutímum síðan og er að safna kröftum í að gera eitthvað....reyndar búin að elda en það þarf svo sem ekki að nota heilann mikið við það!!! en maturinn var samt MJÖG góður!!!!

fimmtudagur, september 24, 2009

ég ákvað að vera skynsöm um daginn.....gerist ekki oft en ég er mjög sátt við þessa ákvörðun

ég sem sagt ákvað að minnka við mig námið svo ég hefði tíma til að leggja mig ca 2 klst á dag....eða kannski var það bara svo ég hefði tíma fyrir alla vinnuna mína og námið og gæti átt smá líf líka

ég er annars á fullu í að setja fyrir verkefni og fara yfir verkefni - tvisvar í viku er ég í beinni útsendingu annað skipti á Patreksfirði og hitt á Grundarfirði - ótrúlega þægileg leið við fjarkennslu en ég er að reyna að hugsa ekki um það að ég er á risatjaldi á báðum stöðum....ég er bara með venjulegt sjónvarp hjá mér og þar er lítil sæt mynd af mér í horninu svo ég veit hvernig ég lít út hinu megin en sennilega er myndin aðeins stærri þar....best að hugsa ekki um það

laugardagur, september 19, 2009

ég er haldin mjög alvarlegri ritstíflu....ég er að reyna að gera verkefni og það gengur eiginlega afturábak í augnablikinu....ég kem engu frá mér....get ekki skrifað fyrstu setninguna....yfirleitt getur maður byrjað á einhverju öðru í verkefni en í þessu verkefni verður maður að byrja á byrjuninni og fara í gegnum hvern lið fyrir sig í réttri röð.....mér gengur verst með að ákveða hvað ég ætla að skrifa um.....úff getur einhver barið mér við vegg

sunnudagur, september 13, 2009

Búið að vera fullt að gera hjá mér.....
fundir fundir og aftur og enn einu sinni fundir í seinustu viku.....undirbúningur í MA í fullum gangi og fyrsti skóladagur á morgun

ég er ekki komin nógu mikið í gang með að vinna verkefni í náminu en ég skelli mér í það í vikunni....eins og svo margt annað sem ég ætla að skella mér í hahahahahahahahahahaha

búin að fara yfir milljón verkefni síðan á föstudaginn.....ok kannski aðeins að ýkja...búin að fara yfir hálfa milljón verkefna síðan á föstudaginn og hef varla gert neitt annað....nema horfa á einn eða tvo þætti á E! hehehehe

ég er dálítið óskipulögð í höfðinu akkúrat núna svo ég er að hugsa um að lesa yfir TO DO listann minn til að sjá hvað það er sem ég er að gleyma að gera áður en ég fer að sofa...


Til hamingju með daginn Steinunn!!!

föstudagur, september 04, 2009

Á morgun (reyndar í dag) á uppáhalds dúllubossinn minn afmæli!!!! Knús og þúsund milljón kossar frá uppáhalds Valgerðinni til þín Einar Már!!!!


Er komin heim og búin að þvo fullt af þvotti......er líka byrjuð í mastersnáminu, búin að fara í tíma í öðru faginu og hitt fagið byrjar svo á morgun.....Búin að raða glærum og greinum í möppur og kaupa bækur, á eftir að kaupa eitt hefti og ljósrita nokkrar greinar í viðbót.....svo bara skella sér í fullt af spennandi og skemmtilegum verkefnum....

Búin að setja saman 2 bókahillur og raða bókum í þær.....á eftir að setja saman geisladiskahillu....held ég þurfi verkfræðipróf til að setja hana saman!!!

Keypti nokkrar sjónvarpsstöðvar í gær....var farin að sakna DR1 svo mikið að ég lét það eftir mér að kaupa aðgang....svo var líka búið að loka fyrir Skjá einn nema í gegnum svona digitallykilsdrasl.... komst að því að ókeypis opna stöðin skjár 1 kostar 700 og eitthvað á mánuði nema maður kaupi einhverjar fleiri stöðvar. Eina ástæðan fyrir því að ég lét þetta eftir mér er sú að nú þarf maður ekki lengur að kaupa stöð 2 til að mega kaupa erlendar stöðvar.....langar minna en ekki neitt í stöð 2!!!


Langar til að benda á það að mér finnst ekkert heimskulegra en að skera niður í menntakerfinu (jú að skera niður í heilbrigðiskerfinu) í þessu ástandi sem er í þjóðfélaginu - Skammist ykkar ráðherrar að láta ykkur detta þetta í hug!!!! og skammist ykkar enn meira fyrir að framkvæma þetta!!!!!!!