föstudagur, september 04, 2009

Á morgun (reyndar í dag) á uppáhalds dúllubossinn minn afmæli!!!! Knús og þúsund milljón kossar frá uppáhalds Valgerðinni til þín Einar Már!!!!


Er komin heim og búin að þvo fullt af þvotti......er líka byrjuð í mastersnáminu, búin að fara í tíma í öðru faginu og hitt fagið byrjar svo á morgun.....Búin að raða glærum og greinum í möppur og kaupa bækur, á eftir að kaupa eitt hefti og ljósrita nokkrar greinar í viðbót.....svo bara skella sér í fullt af spennandi og skemmtilegum verkefnum....

Búin að setja saman 2 bókahillur og raða bókum í þær.....á eftir að setja saman geisladiskahillu....held ég þurfi verkfræðipróf til að setja hana saman!!!

Keypti nokkrar sjónvarpsstöðvar í gær....var farin að sakna DR1 svo mikið að ég lét það eftir mér að kaupa aðgang....svo var líka búið að loka fyrir Skjá einn nema í gegnum svona digitallykilsdrasl.... komst að því að ókeypis opna stöðin skjár 1 kostar 700 og eitthvað á mánuði nema maður kaupi einhverjar fleiri stöðvar. Eina ástæðan fyrir því að ég lét þetta eftir mér er sú að nú þarf maður ekki lengur að kaupa stöð 2 til að mega kaupa erlendar stöðvar.....langar minna en ekki neitt í stöð 2!!!


Langar til að benda á það að mér finnst ekkert heimskulegra en að skera niður í menntakerfinu (jú að skera niður í heilbrigðiskerfinu) í þessu ástandi sem er í þjóðfélaginu - Skammist ykkar ráðherrar að láta ykkur detta þetta í hug!!!! og skammist ykkar enn meira fyrir að framkvæma þetta!!!!!!!

7 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

ég er algerlega sammála þér með fáránlegan niðurskurð, maður verður meira viss með hverjum deginum sem líður að pólítík er bölvuð tík og það er sama hvernig manni líst á fólk sem smitast af þessari tík það endar allt í að haga sér eins og hugsunarlausir bjánar.
Hitti eina þungaða konu í dag sem er komin 32 vikur á leið og hún er búin að fara þrisvar sinnum í mæðraskoðun (fer þegar hún á að fara) en við síðustu meðgöngu var hún búin að fara sex sinnum í skoðun á sama tíma meðgöngu. Það er sem sagt ekki lengur þörf á að fylgjast með því að nýjir einstaklingar dafni eðlilega og að allt sé í góðu lagi með móðurina.
Er ekki hægt að einbeita sér að sparnaði annars staðar. Hvernig væri að finna eitthvað af þessum sem settu okkur á hausinn og loka þá inni upp á vatn og brauð?

kv. háskólaneminn

05 september, 2009 21:55  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæhæ og takk fyrir drenginn :o)
Hann var mjög kátur með þetta, er að fara í bað með kúlu :o))

Gangi þér vel að setja saman dótið hhehehe OG að kenna OG að læra hehehhe

VONA að þú getir komið á föstudaginn

Kossar og knús :o)
Steinunn

06 september, 2009 12:18  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ekki segja honum það en ég á birgðar af baðkúlum:o)

Já það þarf að refsa þeim sem gerðu þetta, líka þeim sem snéru sér undan og leyfðu þetta. Og svo ætti að krefja bankastjórana um afturvirka greiðslu því þeir stóðu greinilega ekki undir ábyrgðinni sem var verið að borga þeim fyrir.

Annars finnst mér að það eigi að spara í utanríkisþjónustunni, þar er nóg af möguleikum til að spara.

06 september, 2009 14:51  
Anonymous Nafnlaus sagði...

algjörlega sammála! og svo er líka hægt að spara með því að "geyma tónlistarhúsið". Skítt með hvort það skemmist eða ekki, það eru meiri hagsmunir í heilbrigðis og mennta kerfi.
kv. hundfúll háskólanemi

06 september, 2009 20:17  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hvað meinarðu með uppáhalds dúllubossinn þinn??? :-O


lil u

07 september, 2009 11:08  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég hélt ég mætti ekki kalla þig dúllubossa - hélt þú værir bossalingur!!! ;-)

07 september, 2009 16:28  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ahhhh jah alveg rétt :D

07 september, 2009 19:11  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim