sunnudagur, mars 29, 2009

ég held ég sé með skattaskýrsluóþol.....þetta er eintómt vesen

af því ég fékk borgaðan akstur upp á 3600 km þá þarf ég að fylla út alls konar bull....fyrir utan að miðað við verð pr km sem rsk reiknar með þá stemma ekki km og krónur - hvaða rugl er þetta eiginlega - eiginlega freistar það að sleppa þessu bara og leyfa þeim hafa þennan pening af mér!!!!

svo er eitthvað rugl með peningabréfin sem ég átti fyrir hrun eitthvað sem á eftir að fylla út en leiðbeiningar úr villuboðum og það sem stendur með fylgiskjalinu passar ekki saman!!!!

og að lokum þá skil ég ekki hvort ég eigi að færa frádrátt fyrir styrk eða hvort hann sé undanþegin skatti, þegar ég leita í leiðbeiningum þá vísar þetta á hvort annað!!!!!


ég skil ekki neitt í þessu rugli - af hverju er ekki bara hægt að hafa þetta einfalt.....kannski ætti maður bara að hætta að skila þessu og sjá hvað gerist....

miðvikudagur, mars 25, 2009

hehe

Utn nr 8

pirringurinn horfinn...
kvikmyndin tilbúin og textinn með henni langt á veg kominn - jei
búin að senda póst í skóla vegna skólaheimsóknar og fá jákvætt svar, bara eftir að ákveða tímasetninguna nákvæmlega

var algerlega búin að gleyma delicious og það er ekki nógu gott...

laugardagur, mars 21, 2009

Utn nr 7

Ég er í veseni með skólaheimsóknarverkefnið....vesenið er það að ég finn engan áhugaverðan grunnskóla til að skoða.....veit ekki einu sinni hvað er áhugavert í grunnskólum.....ég held ég hafi ekki komið inn í grunnskóla síðan ég túraði Snæfellsnes og sunnanverða Vestfirði fyrir ári síðan með námsráðgjafaatriðið mitt!!

Ég er búin að googla fram og til baka og reyna að finna út hvaða skólar séu að gera skemmtilega hluti með upplýsingatækni en reynslan er sú að flestar síðurnar séu ekki nógu góðar...það vantar inn hluta af upplýsingum og síður eru í vinnslu og/eða hafa ekki verið uppfærðar seinustu árin...

Hvað á ég eiginlega að gera við þetta verkefni....ég verð að viðurkenna að það pirrar mig að geta ekki gengið að upplýsingum sem vísum og illa uppfærðir vefir pirra mig enn meira....þannig að núna er ég pirruð og engu nær um það hvaða skóla ég vil heimsækja

annars styttist verkefnalistinn ekkert en önnin styttist.....2 vikur í York

laugardagur, mars 14, 2009

og tíminn flýgur hjá...enn ein vikan liðin og mér finnst ég aldrei gera neitt af viti....eða kannski er það bara af því að verkefnalistinn virðist ekkert styttast alveg sama hvað ég geri mikið

3 vikur í páskafrí og York og Edinborg og 10 vikur í sumarfrí á einum stað og tæplega 14 á öðrum stað

sunnudagur, mars 08, 2009

Utn nr 6

Ég er búin með fyrstu 4 verkefnin - jei

Núna eru 2 verkefni eftir og ég er með nokkuð góða hugmynd að öðru þeirra en á eftir að finna einhvern skóla sem ég vil heimsækja og skoða fyrir seinasta verkefnið

Skoðið endilega skilasíðuna mína til að sjá hvað ég er klár:oD


Ég er ennþá drullukvefuð og er búin að snýta mér í stóran skóg yfir helgina - best ég kolefnisjafni sjálfa mig og planti nokkrum trjám næsta sumar og kaupi mér eins og eitt blóm í viðbót

föstudagur, mars 06, 2009

síðan ég hafði áhyggjur af því að sofa of lítið hef ég ekki getað haldið mér vakandi hahahahaha
búin að fara að sofa fyrir miðnætti 2 daga í röð og það stefnir í þann þriðja

er frekar kvefuð um þessar mundir og gæti sagt margt um vesæld mína en það er kreppa og ég er að spara orðin

miðvikudagur, mars 04, 2009

af hverju er ég alltaf hressust þegar ég ætti að vera meðvitundarlaus????

ljótkun, skrauthvörf, dylgjur, ofhvörf, óskhyggja, sjálfdæmishyggja, brunnmiga, strámaður........hver var aftur munurinn á mælskubrögðum og rökvillum????? ef þið vitið ekki alveg hvað þetta allt er þá skulið þið bara hlusta á stjórnmálamennina "okkar" í smá stund, nú eða lesa fyrirsagnir vefmiðla!!

mánudagur, mars 02, 2009

Utn nr 5

Loksins kláraði ég verkefni 2 í upplýsingatækninni....búin að veltast fram og til baka með það lengi. Ég á svo erfitt með að lesa fræðilegar greinar á ensku eða bara yfirleitt að lesa ensku!!! Ekki að ég skilji hana ekki - mér finnst bara allar greinar verða leiðinlegar þegar þær eru á ensku!!!!!

Hvar fæ ég ritrýndar greinar á norðurlandamálunum??

Akkúrat núna var ég að lesa verkefnalýsinguna af verkefni 3 og átta mig þá á því að ég átti að vera búin að pósta einhverjar spurningar til samnemenda....hvar á að pósta þeim??

úff best ég fari að reyna finna út úr þessu en kíkið endilega á skilasíðuna mína