sunnudagur, mars 29, 2009

ég held ég sé með skattaskýrsluóþol.....þetta er eintómt vesen

af því ég fékk borgaðan akstur upp á 3600 km þá þarf ég að fylla út alls konar bull....fyrir utan að miðað við verð pr km sem rsk reiknar með þá stemma ekki km og krónur - hvaða rugl er þetta eiginlega - eiginlega freistar það að sleppa þessu bara og leyfa þeim hafa þennan pening af mér!!!!

svo er eitthvað rugl með peningabréfin sem ég átti fyrir hrun eitthvað sem á eftir að fylla út en leiðbeiningar úr villuboðum og það sem stendur með fylgiskjalinu passar ekki saman!!!!

og að lokum þá skil ég ekki hvort ég eigi að færa frádrátt fyrir styrk eða hvort hann sé undanþegin skatti, þegar ég leita í leiðbeiningum þá vísar þetta á hvort annað!!!!!


ég skil ekki neitt í þessu rugli - af hverju er ekki bara hægt að hafa þetta einfalt.....kannski ætti maður bara að hætta að skila þessu og sjá hvað gerist....

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hringiru ekki bara í hotlænið hjá SkattaHönnu? Hún hjálpar þér örugglega með bros á vör...ef ég þekki hana rétt.

Hlakka til að sjá þig á laugardaginn.

leikskólagrísinn

30 mars, 2009 09:53  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég skil þig svoooo vel frænka, óþolandi að stússast í þessu á hverju ári.

Kv. Fjóla

30 mars, 2009 23:29  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég hringdi í hotlænið hjá skattstjóra fyrst og fékk grunnleiðbeiningar....þeim fannst ég ekkert fyndin:)
og svo fékk ég smá leiðbeiningar hjá SkattaHönnu sem virðist ekki enn vera orðin þreytt á heimskulegum spurningum mínum:oD ég er reyndar búin að fá fullt af smá leiðbeiningum frá henni.....gott að hafa hana á msn:o)

31 mars, 2009 08:47  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hmm? þetta var svona blah blah blah fyrir mer :-O ætti að fara læra þetta bráðum :S

31 mars, 2009 15:51  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég skyldi þetta fullkomlega. Held að ég sé sú eina af fáum sem skil Valgerði fullkomlega. Treystið mér það er alveg full vinna...hhahaha

01 apríl, 2009 07:33  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim