fimmtudagur, febrúar 26, 2009

bráðum helgi....

Ég er á kafi....ég vinn of mikið....ég sef of lítið....ofan á þetta bætist svo að um þessar mundir er ég með nánast stöðugan höfuðverk vegna aukinnar birtu....ég vorkenni mér þannig þið þurfið þess ekki....hehehehe

seinast mánudag toppaði höfuðverkurinn og ég fór heim úr vinnunni með svima, ógleði og hræðilegan höfuðverk.....eftir smá stund(ca 3 klst) með lokuð augu þá leið mér miklu betur

ég er búin að vera svo svo svo þreytt þessa vikuna að ég hef varla orku í að fara út með ruslið hvað þá meira.....misskiljið mig samt ekki því ég fer út með ruslið...

seinasti vinnudagur vikunnar á morgun.....eða nei sko seinasti dagurinn sem ég þarf að mæta í vinnuna í vikunni....5 kennslustundir og svo er komið helgar/náttfötallandaginn frí

á morgun(fyrir kl 8 á mánudagsmorgun) er skiladagur á verkefni 2 í UTN.....eftir viku eru lotuskipti í FSN....eftir 36 daga er páskafrí sem þýðir að eftir 38 daga - york here I come

mánudagur, febrúar 23, 2009

ég þoli ekki höfuðverkjaköst

fimmtudagur, febrúar 19, 2009

Hei þú bjáni....ég sit hérna í alvarlegri andnauð og frekar blá um varir því ég ætlaði að halda niðri í mér andanum þangað til þú og prinsipesan hringduð.......en nei ekkert heyrðist í símanum fyrr en litla barnið mitt hringdi til að segja mér hvað hún hefði borðað í kvöldmat - eða eitthvað svoleiðis

ég er reyndar búin að vera að fara yfir verkefni í allt kvöld - svona á milli þess sem ég borðaði yfir mig af kjötsúpu og gæddi mér á belgísku gæða konfekti

helgin nálgast óðfluga og ég bæti sífellt verkefnum á helgarvinnulistann - hvað er til ráða ef listinn er lengri en helgin??????

föstudagur, febrúar 13, 2009

Utn nr 4

Ég er enn að velta framtíðinni fyrir mér...

langar mig að halda áfram í því námi sem ég er núna eða langar mig að fara í masternám - ef ég fer í masternám þarf ég að finna eitthvað sem mig langar til að rannsaka......hehehehehe ég vinn greinilega ekki nóg fyrst ég hugsa svona mikið

Annars hef ég vanrækt utn áfangann þessa vikuna - að vísu prentaði ég út nokkrar greinar og skoðaði enn og aftur verkefni 2....ég þarf að fara að gera eitthvað annað en bara skoða það!!!!

laugardagur, febrúar 07, 2009

ég verð bara að segja það að ég er ótrúlega góður kokkur!!!!!!

UTN nr 3

búin að eyða miklum tíma í að nördast í dag....skoða póstlista frá Angel og prufa mig áfram í Moodle.....það er ekkert hlaupið að því að lesa í gegnum Angel póstlistana - stundum koma 200 póstar á sólarhring (þetta eru bæði kennsluumhverfi)

Ég er að verða ofboðslega þreytt á Angel...það eru samt fullt af mjög þægilegum hlutum þar en mér finnst eins og það hafi staðnað.....það gegnur ekki nógu hratt að laga bögga og annað sem ekki er í lagi

ég ákvað það fyrir ári að ég ætlaði að hætta ergja mig á þessu og ég hætti að senda kvartanir ef eitthvað kom upp á og leysti bara málin eða vann fram hjá þeim......ég lét aðeins í ljós í dag óánægju mína en hef samt ekki sagt frá öllum villunum sem ég hef rekist á....kannski ekki alveg rétt niðurstaða en ég get alveg eins barið höfðinu í vegg eins og að reporta sömu villuna milljón sinnum


Ég er búin að vera skoða fullt af greinum, skrifum, skýrslum um mismuninn á notkun drengja/manna og stúlkna/kvenna á tækni og internetinu - áhugavert efni sem ég skoðaði mikið fyrir ca 2 árum þegar ég var í kennsluréttindanáminu