laugardagur, febrúar 07, 2009

UTN nr 3

búin að eyða miklum tíma í að nördast í dag....skoða póstlista frá Angel og prufa mig áfram í Moodle.....það er ekkert hlaupið að því að lesa í gegnum Angel póstlistana - stundum koma 200 póstar á sólarhring (þetta eru bæði kennsluumhverfi)

Ég er að verða ofboðslega þreytt á Angel...það eru samt fullt af mjög þægilegum hlutum þar en mér finnst eins og það hafi staðnað.....það gegnur ekki nógu hratt að laga bögga og annað sem ekki er í lagi

ég ákvað það fyrir ári að ég ætlaði að hætta ergja mig á þessu og ég hætti að senda kvartanir ef eitthvað kom upp á og leysti bara málin eða vann fram hjá þeim......ég lét aðeins í ljós í dag óánægju mína en hef samt ekki sagt frá öllum villunum sem ég hef rekist á....kannski ekki alveg rétt niðurstaða en ég get alveg eins barið höfðinu í vegg eins og að reporta sömu villuna milljón sinnum


Ég er búin að vera skoða fullt af greinum, skrifum, skýrslum um mismuninn á notkun drengja/manna og stúlkna/kvenna á tækni og internetinu - áhugavert efni sem ég skoðaði mikið fyrir ca 2 árum þegar ég var í kennsluréttindanáminu

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim