sunnudagur, mars 30, 2008

Ég er farin að þrá það að veturinn hverfi á brott....samt er mánuður eftir í seinasta vetrardag!!! úfffff
Það vita það allir sem þekkja mig að ég þoli illa snjó....sumir halda að það sé af því það sé erfitt að labba í snjó, keyra í snjó og ótal aðrar ástæður....jú þetta spilar alveg inn í en aðallega hata ég snjó því ég fæ höfuðverk!!!!!! Þegar birtan breytist svona mikið þá fæ ég höfuðverk...ekki í nokkra klukkutíma heldur nokkra daga jafnvel vikur!!! Nú orðið er ég farin að passa mig á því að verða minna pirruð en þolinmæðin er óneitanlega minni þegar maður hefur verið með höfuðverk allan daginn alla daga í 2 vikur!!!!!!!

Ég er samt frekar kát - hef nóg að gera og búin að finna síðu þar sem ég get horft á uppáhaldsþættina mína á meðan ég legg kapal!!!! hahahahahahaha

föstudagur, mars 28, 2008

ÉG ER KOMIN MEÐ ÍBÚÐ Á AKUREYRI Í SUMAR!!!!

mánudagur, mars 24, 2008

hér líður tíminn og ég geri ekkert nema skanna netið, spjalla á msn, elda og borða....ætti að vera að vinna en mér finnst bara svo gott að vera í fríi.....eða kannski er ég bara hundlöt!

viðbót aðeins seinna:o)
í gærkvöldi þegar ég horfði á Dexter varð ég svo gífurlega spennt að ég fór á netið og horfði á seinustu 2 þættina - núna veit ég hvernig serían endar:o)

Tvær myndir af sæta frænda mínum sem rispaði mig á hökunni




sunnudagur, mars 23, 2008

er komin heim eftir langa ferð...gott að eiga frí á morgun og þriðjudag:o)

fimmtudagur, mars 20, 2008

langur dagur framundan

Hér í höfuðstað norðurlands er snjókoma...eða rigning...eða eiginlega hvoru tveggja blandað saman, rokið sem sást annars staðar á landinu í fréttunum var ekki hér!!!

er búin að eyða tímanum hér með því að þurrka af mér slef, ulla og skríða um gólf, hef líka matað og frussað aðeins!!!!

ég veit ekki hvenær ég fer heim...er víst að vegir séu ruddir vel á
langa deginum??? sjoppur eru alla veganna lokaðar og ekki gaman að
keyra þegar hvergi er hægt að komast inn og pissa:o) þannig að kannski ég leggi ekki í hann fyrr en á laugardag.

er samt búin að vera dugleg að vinna í fríinum en þarf víst að gera meira, sem betur fer er fyrsti vinnudagur ekki fyrr en á miðvikudag svo enn er vikufrí eftir.


þriðjudagur, mars 18, 2008

Er á Akureyri þannig að ferðafælnin entist víst ekki lengi:o)

Hér er gott að vera eins og alltaf og ég veit ekkert hvenær ég fer heim....

fimmtudagur, mars 13, 2008

ísland í dag

í dag var ég bæði minnt á það að það væri ennþá vetur og að ég þoli ekki að keyra á veturna....ég lifði samt sem betur fer af ökuferð dagsins og það gerði bíllinn líka:oD
ég þurfti að skreppa yfir vatnaleiðina og á 30 km kafla var gersamlega blint...svo algerlega að ég sá ekkert í veginn eða vegarkantana - það eina sem sást voru topparnir á stikunum og svo sá ég glitta í vegrið þegar ég keyrði við hliðina á því....ég hefði sennilega farið að skæla eftir 10 km í blindni en ég vissi svo sem að það myndi ekki bæta útsýnið þannig að ég sleppti því;o)
sem betur fer er og var fínt veður hér þó enn sé of mikið af snjó hérna þannig að ég er ekki í veðurþunglyndi!!!!

einn kennsludagur eftir fyrir páskafrí....var með nokkur ferðaplön fyrir páskana en ökuferðin í dag hefur eiginlega læknað mig af allri löngun til að keyra eitthvað...sé til hvað ég geri eftir að hafa loksins sofið út - sem er eina planið sem ég hef fyrir laugardaginn!!!!!

á seinustu tveimur vikum hef ég talað við 8 mismunandi 10. bekki í 8 mismunandi grunnskólum í 5 mismunandi sveitafélögum í tveimur landshlutum- geri aðrir betur....verð að segja það að ef framtíð landsins eru þessir krakkar þá þurfum við sko ekki að hafa áhyggjur!!!!

mánudagur, mars 10, 2008

um helgina föndraðist ég dálítið....málaði lampa og skerm og bók:oD Ég lagaði líka þvílíkt til í aukaherberginu...algerlega orðið tilbúið fyrir gesti!!!!! finnst samt merkilegt að draslið í sófanum minnkar ekkert alveg sama hvað ég geri.....helgin var semsagt frekar ljúf og einkenndist af leti og rólegheitum!!!

Seinasta kennsluvika fyrir páskafrí!!!!! 10 daga páskafrí...ó já!!!!

föstudagur, mars 07, 2008

búin að vera að vinna meira og minna 24/7 síðan ég kom heim...er samt næstum búin að vinna upp það sem hafði safnast saman.....klára þetta í dag.

um helgina ætla ég að sofa, shæna heimilið til og horfa á eitthvað skemmtilegt!!!!

SVo er VIka í PÁskaFRí!!!!!!!

miðvikudagur, mars 05, 2008

Ég er komin heim eftir 5 daga útiveru...

föstudag fór ég til pabba og mömmu þar sem ég leiraði og spilaði og horfði á lion king


laugardag fór ég til borgarinnar og eyddi fullt af peningum og græddi fullt af fallegum fötum, ég fór í snilldar matarboð og skrapp aðeins út á lífið með fallegum konum

sunnudag var ég þreytt og fór snemma að sofa

mánudag fór ég með flugi á bíldudal - fórum í Birkimelsskóla, Patreksskóla, framhaldsdeildina og eftir snilldarkvöldmat Bíldudalsskóla

þriðjudag fórum við ógurlega snemma í Grunnskóla Tálknafjarðar, í mikilli snjókomu sem olli því að fluginu okkar var frestað....þess vegna skelltum við okkur í framhaldsdeildina þar sem ég fékk að vera konan í sjónvarpinu;o)
Ekkert flug á þriðjudegi og þar með dæmd önnur nótt í fínu íbúðinni á Bíldudal, ljúfur kvöldmatur og fór svo snemma að sofa

í dag miðvikudag fórum við útaf á leiðinni á flugvöllinn en komust að sjálfsögðu heil á húfi í flug og alla leið til borgarinnar, ég kom við hjá Ásdísi á leiðinni heim, fór í Bónus og kíkti á foreldrana, þegar ég loksins kom heim fann ég heiladauðan færast yfir mig og vildi óska þess að ég gæti farið að sofa - farðu að vinna Valgerður!!!!!

þriðjudagur, mars 04, 2008

ef einhverjum hefur einhvern tíma dottið í hug að fara með mér í ferðalag þá mæli ég gegn því!!!!!
núna er ég föst á sunnanverðum vestfjörðum!!!!!!