Það vita það allir sem þekkja mig að ég þoli illa snjó....sumir halda að það sé af því það sé erfitt að labba í snjó, keyra í snjó og ótal aðrar ástæður....jú þetta spilar alveg inn í en aðallega hata ég snjó því ég fæ höfuðverk!!!!!! Þegar birtan breytist svona mikið þá fæ ég höfuðverk...ekki í nokkra klukkutíma heldur nokkra daga jafnvel vikur!!! Nú orðið er ég farin að passa mig á því að verða minna pirruð en þolinmæðin er óneitanlega minni þegar maður hefur verið með höfuðverk allan daginn alla daga í 2 vikur!!!!!!!
Ég er samt frekar kát - hef nóg að gera og búin að finna síðu þar sem ég get horft á uppáhaldsþættina mína á meðan ég legg kapal!!!! hahahahahahaha