helgarlífið
í kvöld eldaði ég lambagrillsneiðar og grænmeti með grískri dressingu og það var fantagott!!
Kjötið var af vestfirskum kindum sem hljóta að borða fullt af indælis þara og hollu grasi því það er gott!!!
Ég hef oft búið til dressingu úr sýrðum rjóma......hef einhvern veginn ekki látið mér detta í hug að nota neitt annað en sýrðan rjóma....í kvöld lenti ég samt í veseni því sýrði rjóminn var grænn og það er ekki mjög náttúrulegur litur á svoleiðis vöru!!!! hvað gera menn þegar enginn sýrður rjómi er til.....jú þá notar maður AB mjólkina sem til er í ísskápnum í staðinn....virkar algerlega frábærlega og hér sit ég södd og sæl!!!
Stofan mín er skemmtileg eftir breytingar og allt í einu miklu stærri en hún var......það eina sem er að núna er hel$%$ snjórinn sem virðist vera til nóg af......en það er nú samt gaman að búa loksins ekki þar sem versta veðrið er - fín tilbreyting=o)