sunnudagur, september 30, 2007

helgarlífið

Hér á Snæfellsnesi líður tíminn nokkurn veginn á sama hraða og annars staðar - held ég!!! Í þessari viku hefur tíminn reyndar fokið fram hjá....á miklum hraða:o) einn dagur nemendalaus í skólanum!! Ég er frekar ósátt við að vera aldrei veðurteppt þar sem ég bý hinum megin við götuna frá vinnunni;o) ef það hefði verið hálka á miðvikudaginn þá hefði ég ekki komist í vinnuna því ég hefði runnið beint út í sjó...

Það er allt allt of mikið að gera í vinnunni hjá mér og ég held að ég verði að reyna að losa mig við einhver verkefni á mánudaginn þar sem ég veit að það bætist meira við í lok október þegar ég fæ aðstoðarkennara og fer að leiðbeina á námskeiði sem heitir grunnmenntaskólinn.

Í tilefni þess að það er of mikið að gera hjá mér skráði ég mig á námskeið í þar næstu viku...bara til að minna ykkur á að ekki næstu heldur þarnæstu helgi þá á ég afmæli...júhú
Námskeiðið verður föstudag og laugardag í Reykjavík og þangað þarf ég svo að fara aftur á þriðjudegi út af skólanum...en það eru tvær vikur í þetta þannig að ég gleymi þessu bara í smá stund.

muna svo að segja nei ef mér er boðin meiri vinna...ný námskeið....ferðalög...eða bara eitthvað - NEI

Er annars búin að læra og baka og vaska upp í allan dag

laugardagur, september 29, 2007

Langaði líka til að skella inn eins og einni mynd af mér.

föstudagur, september 28, 2007




Bara svona rétt til að sýna ykkur sætumúsirnar mínar sem stækka svo ógurlega hratt. Bráðum verða þeir farnir að rífa kjaft og brjóta útivistarreglur;o)

mánudagur, september 24, 2007

enn ein vikan...

Í dag fékk ég það staðfest að ég er með ofnæmi fyrir mánudögum.....hef fengið ofnæmiskast hvern einasta mánudag síðan skólinn byrjaði, alltaf í fyrsta tíma. Ég er oft í viku á þessum stað í húsinu, það er enginn í tímanum með áberandi ilmvatnslykt, fæ heldur ekki ofnæmiskast þegar ég kenni sömu nemendum á miðvikudögum á sama stað.....hvað haldið þið - er mánudagsofnæmi ekki vel hugsanlegt??????

Fór að skoða Mikael Mána aðeins í dag eftir vinnu, hann stækkar eins og hann á að gera og er víst alveg fyrirmyndareintak....ótrúlegt hvað maður stækkar á tveimur vikum...eins gott við hin séum hætt þessu annars væri ekkert pláss eftir í heiminum

Ég eyddi helginni í faðmi fjölskyldunnar undir harðri hendi Mjása litla/stóra frænda...búin að horfa á Latabæ milljón sinnum á tveimur tungumálum og fara í alls konar leiki, láta knúsa mig og kyssa og hrekkja aðeins...en bara í plati því annað er bannað!!! Verð að viðurkenna að ég væri alveg til í að hafa hann Patta smjatta frænda minn nær en hann er á svona stundum!!!

Var að uppgötva að ég er í hálfgerðu lúxus námi þessa önnina, engin verkefnaskil fyrr en í byrjun næsta árs, auðvitað þarf að lesa bækur og undirbúa verkefni en engin skil fyrr en í janúar

Annars gengur allt fínt hér á snæfellsnesinu...nóg að gera og meira til - helvítis forvarnafulltrúi sem er ekki hér lengur að létta mér lundu og taka á sig hluta af nemó verkefnum!!!

sunnudagur, september 16, 2007

Lífið um þessar mundir

Í dag hef ég verið ótrúlega dugleg að sinna heimilisstörfum...búin að sópa, þvo þvott, vaska upp, búa til lifrabuff og elda mat - þvílíkur dugnaður í gangi hér!!

Á fimmtudaginn fór ég til Reykjavíkur á gistiheimili Möggunnar, eins og alltaf er það besta gistiheimilið í bænum!!!

Á föstudag mætti ég á námskeiðið mitt hjá endurmenntun fyrir hádegi og eftir hádegi var ráðstefna um námsmat í framhaldsskólum. Ráðstefnan var á vegum Samtaka áhugafólks um skólaþróun og ég var með málstofu um fjölbreytt námsmat í dönsku. Það gekk auðvitað strygende!!!

Á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags var boðið upp á skemmtun á gistiheimilinu í formi áreiti og rifrilda!!! Kötturinn sá um áreitið og eiginkonan og frænkan sáu um að rífast!!!

Á laugardag var ég á námskeiðinu frá 9-12 og svo dreif ég mig heim í fjörðinn fagra með smá viðkomu í grísabúðinni eins og frændi minn kallar hana.

Þegar heim var komið lagði ég mig í 3 klst og svo lærði ég aðeins:o)

Það er enn þó nokkuð mikið að gera í vinnunni og það virðist ekkert minnka þó maður vinni endalaust...sjálfsagt á það að vera svona!!!

mánudagur, september 10, 2007

mánudagur til mæðu...

...samt alls ekki að öllu leyti, það er bara alls konar tölvuvesen í gangi og það er svo þreytandi.
Komin í vetrarrútínuna...sef of lítið og vinn of mikið og er allt of löt:o) hvernig er þetta hægt???

Las mjög reitt blogg hjá konunni minni áðan og verð að segja að ég skil hana ósköp vel, sumu fólki er bara ekki viðbjargandi...

Verð eiginlega að gera eitthvað smávegis áður en ég sofna þannig að ég ætla ekki að skrifa neitt meira í bili

þriðjudagur, september 04, 2007

merkilegt nokk




You're Watership Down!

by Richard Adams

Though many think of you as a bit young, even childish, you're
actually incredibly deep and complex. You show people the need to rethink their
assumptions, and confront them on everything from how they think to where they
build their houses. You might be one of the greatest people of all time. You'd
be recognized as such if you weren't always talking about talking rabbits.



Take the Book Quiz
at the Blue Pyramid.

mánudagur, september 03, 2007

as time goes by

vitiði að ég á bráðum afmæli????

ég er búin að flakka milli staða seinustu daga...fór til Reykjavíkur á miðvikudag....Keflavíkur á fimmtudag...Akureyrar á föstudag og að lokum heim á laugardagskvöld....

gerði margt sniðugt og skemmtilegt....hló mig í svefn, skoðaði háskólasvæði Keilis, fór á rótarýfund, skoðaði fullt af listasýningum, horfi á litla frænda minn rífast við prest og svo var ég stöðvuð af lögreglunni!!