helgarlífið
Það er allt allt of mikið að gera í vinnunni hjá mér og ég held að ég verði að reyna að losa mig við einhver verkefni á mánudaginn þar sem ég veit að það bætist meira við í lok október þegar ég fæ aðstoðarkennara og fer að leiðbeina á námskeiði sem heitir grunnmenntaskólinn.
Í tilefni þess að það er of mikið að gera hjá mér skráði ég mig á námskeið í þar næstu viku...bara til að minna ykkur á að ekki næstu heldur þarnæstu helgi þá á ég afmæli...júhú
Námskeiðið verður föstudag og laugardag í Reykjavík og þangað þarf ég svo að fara aftur á þriðjudegi út af skólanum...en það eru tvær vikur í þetta þannig að ég gleymi þessu bara í smá stund.
muna svo að segja nei ef mér er boðin meiri vinna...ný námskeið....ferðalög...eða bara eitthvað - NEI
Er annars búin að læra og baka og vaska upp í allan dag