mánudagur, september 24, 2007

enn ein vikan...

Í dag fékk ég það staðfest að ég er með ofnæmi fyrir mánudögum.....hef fengið ofnæmiskast hvern einasta mánudag síðan skólinn byrjaði, alltaf í fyrsta tíma. Ég er oft í viku á þessum stað í húsinu, það er enginn í tímanum með áberandi ilmvatnslykt, fæ heldur ekki ofnæmiskast þegar ég kenni sömu nemendum á miðvikudögum á sama stað.....hvað haldið þið - er mánudagsofnæmi ekki vel hugsanlegt??????

Fór að skoða Mikael Mána aðeins í dag eftir vinnu, hann stækkar eins og hann á að gera og er víst alveg fyrirmyndareintak....ótrúlegt hvað maður stækkar á tveimur vikum...eins gott við hin séum hætt þessu annars væri ekkert pláss eftir í heiminum

Ég eyddi helginni í faðmi fjölskyldunnar undir harðri hendi Mjása litla/stóra frænda...búin að horfa á Latabæ milljón sinnum á tveimur tungumálum og fara í alls konar leiki, láta knúsa mig og kyssa og hrekkja aðeins...en bara í plati því annað er bannað!!! Verð að viðurkenna að ég væri alveg til í að hafa hann Patta smjatta frænda minn nær en hann er á svona stundum!!!

Var að uppgötva að ég er í hálfgerðu lúxus námi þessa önnina, engin verkefnaskil fyrr en í byrjun næsta árs, auðvitað þarf að lesa bækur og undirbúa verkefni en engin skil fyrr en í janúar

Annars gengur allt fínt hér á snæfellsnesinu...nóg að gera og meira til - helvítis forvarnafulltrúi sem er ekki hér lengur að létta mér lundu og taka á sig hluta af nemó verkefnum!!!

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Helv....forvarnarfulltrúinn er ekki til lengur....sem betur fer. Núna er hann bara aum kennslukona.

Stundum væri ég bara til í að vera að létta þér lífið á Snæfellsnesinu.

25 september, 2007 19:24  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Kannski þarf ég bara að fá mér stuðningsfulltrúa í stað forvarnafulltrúa!!!

25 september, 2007 22:55  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim