Lífið um þessar mundir
Í dag hef ég verið ótrúlega dugleg að sinna heimilisstörfum...búin að sópa, þvo þvott, vaska upp, búa til lifrabuff og elda mat - þvílíkur dugnaður í gangi hér!!
Á fimmtudaginn fór ég til Reykjavíkur á gistiheimili Möggunnar, eins og alltaf er það besta gistiheimilið í bænum!!!
Á föstudag mætti ég á námskeiðið mitt hjá endurmenntun fyrir hádegi og eftir hádegi var ráðstefna um námsmat í framhaldsskólum. Ráðstefnan var á vegum Samtaka áhugafólks um skólaþróun og ég var með málstofu um fjölbreytt námsmat í dönsku. Það gekk auðvitað strygende!!!
Á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags var boðið upp á skemmtun á gistiheimilinu í formi áreiti og rifrilda!!! Kötturinn sá um áreitið og eiginkonan og frænkan sáu um að rífast!!!
Á laugardag var ég á námskeiðinu frá 9-12 og svo dreif ég mig heim í fjörðinn fagra með smá viðkomu í grísabúðinni eins og frændi minn kallar hana.
Þegar heim var komið lagði ég mig í 3 klst og svo lærði ég aðeins:o)
Það er enn þó nokkuð mikið að gera í vinnunni og það virðist ekkert minnka þó maður vinni endalaust...sjálfsagt á það að vera svona!!!
Á fimmtudaginn fór ég til Reykjavíkur á gistiheimili Möggunnar, eins og alltaf er það besta gistiheimilið í bænum!!!
Á föstudag mætti ég á námskeiðið mitt hjá endurmenntun fyrir hádegi og eftir hádegi var ráðstefna um námsmat í framhaldsskólum. Ráðstefnan var á vegum Samtaka áhugafólks um skólaþróun og ég var með málstofu um fjölbreytt námsmat í dönsku. Það gekk auðvitað strygende!!!
Á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags var boðið upp á skemmtun á gistiheimilinu í formi áreiti og rifrilda!!! Kötturinn sá um áreitið og eiginkonan og frænkan sáu um að rífast!!!
Á laugardag var ég á námskeiðinu frá 9-12 og svo dreif ég mig heim í fjörðinn fagra með smá viðkomu í grísabúðinni eins og frændi minn kallar hana.
Þegar heim var komið lagði ég mig í 3 klst og svo lærði ég aðeins:o)
Það er enn þó nokkuð mikið að gera í vinnunni og það virðist ekkert minnka þó maður vinni endalaust...sjálfsagt á það að vera svona!!!
1 Ummæli:
Kvitt kvitt, kveðja úr SNJÓKOMMUNNI
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim