sunnudagur, september 30, 2007

helgarlífið

Hér á Snæfellsnesi líður tíminn nokkurn veginn á sama hraða og annars staðar - held ég!!! Í þessari viku hefur tíminn reyndar fokið fram hjá....á miklum hraða:o) einn dagur nemendalaus í skólanum!! Ég er frekar ósátt við að vera aldrei veðurteppt þar sem ég bý hinum megin við götuna frá vinnunni;o) ef það hefði verið hálka á miðvikudaginn þá hefði ég ekki komist í vinnuna því ég hefði runnið beint út í sjó...

Það er allt allt of mikið að gera í vinnunni hjá mér og ég held að ég verði að reyna að losa mig við einhver verkefni á mánudaginn þar sem ég veit að það bætist meira við í lok október þegar ég fæ aðstoðarkennara og fer að leiðbeina á námskeiði sem heitir grunnmenntaskólinn.

Í tilefni þess að það er of mikið að gera hjá mér skráði ég mig á námskeið í þar næstu viku...bara til að minna ykkur á að ekki næstu heldur þarnæstu helgi þá á ég afmæli...júhú
Námskeiðið verður föstudag og laugardag í Reykjavík og þangað þarf ég svo að fara aftur á þriðjudegi út af skólanum...en það eru tvær vikur í þetta þannig að ég gleymi þessu bara í smá stund.

muna svo að segja nei ef mér er boðin meiri vinna...ný námskeið....ferðalög...eða bara eitthvað - NEI

Er annars búin að læra og baka og vaska upp í allan dag

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Flott myndin af þér. Væri alveg til í að fá smá af þessu roki hingað til að fílan myndi fjúka út :-)
Sumir ornir þreittir á að hanga endalaust inni...
SE

30 september, 2007 09:20  
Anonymous Nafnlaus sagði...

jæja bara segja nei! mundu það !! ekki svo erfitt að segja nei skal eg nu segja þer. en þu ert svo goð þess vegna segjirðu ja!!!

30 september, 2007 17:40  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim