sunnudagur, nóvember 26, 2006

sunnudagur til sælu

í gær brugðum við Þóra okkur til höfuðborgarinnar til að fara með litla bílinn minn í læknisheimsókn....bíllinn var lagður inn á staðnum og ekkert hægt að segja um hvenær hann verður útskrifaður!!!! Við fengum þennan líka fína fjölskyldubíl í staðinn...



kíktum á Fjóluna, hún sýndi okkur fullt af myndum frá Afríku sem hún tók sjálf......það er einhvern veginn öðruvísi að skoða svona myndir þegar maður þekkir þann sem tekur myndirnar...



kíktum aðeins á Sigga bróður áður en við forðuðum okkur úr borginni frekar þreyttar á umferðinni





þegar við komum í borgarnes mundum við eftir því að við ætluðum að kaupa smá jólaskraut og húfur....ekkert jólaskraut til í samkaup en þessar fínu húfur....við stoppuðum hjá mömmu og hún og Einar Már björguðu okkur um jólaskraut...



Þegar heim var komið skreyttum við húfurnar sem urðu frekar flottar með seríu og alls konar skrauti....fórum svo á ball og dönsuðum af okkur fæturna!!!!





powered by performancing firefox

föstudagur, nóvember 24, 2006

hallú

ég er að dunda mér við að búa til síðu fyrir verkefni í HA...gengur ágætlega:o) þið getið kíkt á síðuna ef þið viljið

Ég er ekki búin að setja saman neinn texta ennþá en ég á ekki að vera búin með síðuna fyrr en 15. des:o) ég er eiginlega bara að prufa hvort ég kunni að gera svona drasl



Í dag hef ég verið frekar löt....er ekki alveg í sambandi við neitt finnst mér....sem betur fer er önnin að verða búin því ég finn að batteríið er að verða ansi tómt...helgarnar eru alveg hættar að ráða við að hlaða það....



á morgun þarf ég að fara yfir nokkur verkefni og svo þarf ég að gera eitt verkefni...á að skila því 29. nóvember en það er alveg eins gott að klára það núna um helgina









powered by performancing firefox

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

túdei

fór til Reykjavíkur í gær....villtist í gærkvöldi....villtist í dag....bíllinn minn er makaður í salti...ég hata salt....



skemmti mér reyndar vel í Reykjavíkinni þó ég hafi verið stutt þar...skrifa meira á morgun...ætla að fara að sofa núna





powered by performancing firefox

mánudagur, nóvember 20, 2006

update

fór með bílinn minn í myndatöku í dag...vonandi fer eitthvað að gerast núna þegar það er loksins búið dæma hann í rétti...

hér er vetrarríki...ég þurfti að brjótast út á sunndudagsmorgun og í dag þurfti ég að moka bílinn upp/út

á morgun þarf ég að fara til Reykjavíkur...er að fara í skólaheimsóknir á miðvikudag....ætti kannski að reyna að útvega mér rúmi að gista í....ég man það núna að ég ætlaði að ganga frá því um helgina

á morgun þarf ég að ..... nennir einhver að pakka fyrir mig, keyra mig til Reykjavíkur og helst taka glósur í skólaheimsóknunum

föstudagur, nóvember 17, 2006

skyr er slæmt fyrir húðina....

dagurinn í dag....

fundur
fundur
fundur
kaffihúsakvöld

ágætis dagur svo sem og nokkuð mikið afgreitt...

föstudagur, nóvember 10, 2006

ansk rokrassgat

það er ýmislegt búið að gerast seinustu daga....

á miðvikudaginn lauk 2 ára og 5 mánaða sambandi í lífi mínu....þetta er eitt af fáum langtíma samböndum í lífi mínu....ég var nú samt ekkert að gráta þetta heldur hóf nýtt samband samtímis....ég er sko ekki lengi að jafna mig;o)

bíllinn minn er enn slasaður og allar viðgerðir stranda á því að hinn aðilinn í þessum harmleik hefur ekki enn skilað inn tjónaskýrslunni....andskotans helvítis djöfulsins drulla

í dag var ekki gott veður....enginn vinna þar sem rútur treystu sér ekki í gegnum storminn...ég mætti nú samt í vinnuna og var þar eins lengi og batteríið í nýjustu ástinni minni entist....eftir það fór ég á 3 heimilið, borðaði hádegismat og reif kjaft við alla sem þar voru.....ég gerði þetta sama í gær...er mikið í því að rífa kjaft og ganga fram af fólki þessa daganna

ég var að klára að lesa Blóðberg eftir Ævar Örn Jósepsson og ég mæli hiklaust með henni

Elsku Sirrý til hamingju með daginn þinn

mánudagur, nóvember 06, 2006

litla greyið....



sorg...mikil sorg

Litli sæti bíllinn minn slasaðist á laugardaginn....ljót spýta ákvað að strjúka honum aðeins - ögn harkalega að mati okkar bílsins....sem betur fer er hann ökuhæfur þrátt fyrir brotna framrúðu og við komust heim að lokum...ég heil og bíllinn frekar lemstraður...

Búin að vera í sjokki o g smá hvað ef kasti...hvað ef það hefði verið hálka...hvað ef það hefði verið bíll fyrir aftan mig....hvað ef ég hefði farið út af...hvað ef ég hefði lagt aðeins seinna af stað frá akureyri...hvað ef ég hefði lagt aðeins fyrr af stað frá akureyri...hvað ef hvað ef hvað ef....ég veit að það þýðir ekki að hugsa svona en þetta heldur samt fyrir mér vöku á nóttunni....

set inn myndir við fyrsta tækifæri

laugardagur, nóvember 04, 2006

laugardagsmorgun

Ég er á Akureyri um þessar mundir og er að læra hina ýmsu áhugaverðu hluti....

Ég kom hingað á miðvikudagskvöld eftir þreytandi keyrslu í myrkri mikinn hluta leiðarinnar...ég var orðin frekar pirruð þegar ég kom hingað því það er hrikalega leiðinlegt að keyra svona í flutningabílaumferð endalaust...hvernig var þetta með sjóflutninga - ég er orðin meðfylgjandi þeim....annars ætla ég ekki að pirra mig meira á þessu...anda inn anda út...eða var það anda út anda inn???

Ég ætla að keyra heim á eftir því það er spáð leiðinlegu veðri á morgun og ég nenni ekki að standa í því...þar að auki er líka allskonar skemmtilegheit í gangi í kvöld á Grundarfirði og svo það verði nú örugglega skemmtilegt fyrir fólk þá er best að ég mæti til að hressa liðið við;o)

Ég hef ekki gert neitt menningarlegt hér í höfuðborg norðursins í þetta skipti frekar en öll hin skiptin því ég er svo hrikalega heimakær á kvöldin hér....ég hef samt ekkert sofið yfir sjónvarpinu heldur hef ég lært og unnið á kvöldin....í gærkvöldi pakkaði ég niður og skúraði þannig að ég get lagt af stað strax eftir skóla kl. 16

föstudagur, nóvember 03, 2006

sko

Ég er ekki alveg nógu dugleg að láta vita af mér um þessar mundir...fer að bæta úr því!