laugardagur, nóvember 04, 2006

laugardagsmorgun

Ég er á Akureyri um þessar mundir og er að læra hina ýmsu áhugaverðu hluti....

Ég kom hingað á miðvikudagskvöld eftir þreytandi keyrslu í myrkri mikinn hluta leiðarinnar...ég var orðin frekar pirruð þegar ég kom hingað því það er hrikalega leiðinlegt að keyra svona í flutningabílaumferð endalaust...hvernig var þetta með sjóflutninga - ég er orðin meðfylgjandi þeim....annars ætla ég ekki að pirra mig meira á þessu...anda inn anda út...eða var það anda út anda inn???

Ég ætla að keyra heim á eftir því það er spáð leiðinlegu veðri á morgun og ég nenni ekki að standa í því...þar að auki er líka allskonar skemmtilegheit í gangi í kvöld á Grundarfirði og svo það verði nú örugglega skemmtilegt fyrir fólk þá er best að ég mæti til að hressa liðið við;o)

Ég hef ekki gert neitt menningarlegt hér í höfuðborg norðursins í þetta skipti frekar en öll hin skiptin því ég er svo hrikalega heimakær á kvöldin hér....ég hef samt ekkert sofið yfir sjónvarpinu heldur hef ég lært og unnið á kvöldin....í gærkvöldi pakkaði ég niður og skúraði þannig að ég get lagt af stað strax eftir skóla kl. 16

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim