sunnudagur, febrúar 28, 2010

enn ein vikan komin á enda og mars er að hefjast.....mars er langur leiðinlegur og kaldur og svo er það líka skattamánuður!!!

það er búið að snjóa yfirdrifið nóg seinustu vikuna finnst mér.....nægir mér amk næstu 15 árin!!!

Ég ákvað að fresta pökkun um nokkra mánuði þekkjandi sjálfa mig þá væri ég búin að taka upp úr öllum kössum viku eftir að ég pakkaði ofan á þá - svo ætlar Þóra líka að koma og hjálpa mér um leið og ég er búin að pakka öllum bókunum....hún þorir ekki að pakka bókunum!!!

annars er lífið gott hér - vonandi annars staðar líka

mánudagur, febrúar 22, 2010

og það snjóar og snjóar og snjóar....á föstudaginn þurfti ég að skafa bílinn þrisvar....í morgun var greyið litla týndur....en í stað hans var kominn dágóður snjóskafl í staðinn....held það sé spáð snjókomu út alla vikuna...ég er ekki hrifin

annars er frekar stíf dagskrá um þessar mundir og það örlar á panik tilfinningu ca þrisvar á dag en hún líður hjá snöggt enn sem komið er....er ekki að vera komið páskafrí??????

ef ég ætla að flytja í sumar ætti ég þá ekki að byrja að pakka bráðum???

fimmtudagur, febrúar 11, 2010

hendin er betri....ekki góð en þolanleg....vinnan er skemmtleg og stundum þreytandi;o) lífið er ljúft og vinirnir góðir.....og ég lagði mig í 3 tíma í kvöld!!!!!

laugardagur, febrúar 06, 2010

pirruð og kvartandi

ég er frekar pirruð og næstum einhent þar sem ég er með hrikalegustu sinaskeiðabólgu vestan dofrafjalla á hægri hendi..........fanfokkingtastisk

af hverju er ég ekki örvhent??????

ekki að það myndi breyta neinu því ég nota jú báðar hendur við að skrifa á tölvu og þessi helgi er búa til ný verkefni helgi og undirbúa skilaverkefni 2 í náminu helgi

ég þrjóskast þó við...ét verkjatöflur eins og smartís.....samt ekki því ég hef ekki borðað smartís í bráðum 5 ár!!!! ég er líka svo bráðheppin að eiga bólgueyðandi og verkjastillandi gel sem virkar ágætlega...verkirnir verða næstum bærilegir......ég nenni þessu svo innilega ekki

come on það er erfitt að fara í brjóstahaldara eða hneppa tölum þegar hægri er í hálfverkfalli

hver nennir að koma og vaska upp fyrir mig og leika hægri svo ég geti hvílt mína?????????

miðvikudagur, febrúar 03, 2010

rútínan er að komast í gang og það er gott!!!
ég er ógurlega glöð í dag því á morgun þarf ég ekki að mæta fyrr en kl hálf tvö:o) sem þýðir að ég get lagt mig yfir fréttunum - farið seint að sofa og samt sofið alveg nóg.....luv it