mánudagur, febrúar 22, 2010

og það snjóar og snjóar og snjóar....á föstudaginn þurfti ég að skafa bílinn þrisvar....í morgun var greyið litla týndur....en í stað hans var kominn dágóður snjóskafl í staðinn....held það sé spáð snjókomu út alla vikuna...ég er ekki hrifin

annars er frekar stíf dagskrá um þessar mundir og það örlar á panik tilfinningu ca þrisvar á dag en hún líður hjá snöggt enn sem komið er....er ekki að vera komið páskafrí??????

ef ég ætla að flytja í sumar ætti ég þá ekki að byrja að pakka bráðum???

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

borgar sig ekki að byrja að pakka alveg strax því þá verður þetta sem er leiðinlegt að pakka, síðustu 20 kassarnir svo hrikalega leiðinlegir að þú hendir ekki ofaní þá fyrr en flutningabíllinn er kominn á staðinn! Ertu ekki örugglega búin að taka upp úr þeim???????
kveðja úr snjóleysinu, sem ég er mjög ánægð með.
Bíð samt eftir rútunni !!!!!
kv m

22 febrúar, 2010 17:42  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þú ert hress í panik-kastinu og óstjórnlega fyndin.
Þar sem ég er að vinna mér inn svarta beltið í niðurpökkun þá býð ég fram krafta mína í flutningana.
Taktu svo til baka þennan snjó sem þú varst að senda mér.

Safnarakonan í V.bæ...en bráðum í Túninu (...kannski heima...)

24 febrúar, 2010 19:47  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Sko mátt eiga þennan snjó sem er kominn hingað :S ekki hrifin af því að fá hann hingað. Blessuð ekki pakka strax, tekur bara 2 stífa daga í þetta rétt áður ;)
Kveðja Steinunn
P.s. ég er ekkert búin að naga neglurnarhahhah

25 febrúar, 2010 10:07  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég þig sérfræðing í pökkunina!!! Ég skal redda kössum, pokum, plasti, hvítvíni, límbandi og mat og þú kemur með þig!!! Ég hef áhyggjur af því ef einhver hefði séð mig hér í gær væri búið að loka mig inni...ég var í þvílíku kasti og hló endalaust:o)

Flott með neglurnar Steinunn:o)

Þið megið eiga snjóinn hahahahahaha þyrfti eiginlega að fara út með myndavél því ég er ekki viss um að þið gerið ykkur grein fyrir snjómagninu hér!!!

25 febrúar, 2010 14:58  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim