laugardagur, janúar 23, 2010

23 dagar liðnir af þessu ári!!!! ég er á kafi í prófayfirferð, verkefnayfirferð og öðru svoleiðis - fæ stundum svona smá köfnunatilfinningu um að ég nái ekki að klára allt sem þarf að klára!!!

Þrátt fyrir það ætla ég að skreppa í höfuðborgina í næstu viku og vera í nokkra daga - hlutirnir hljóta að bjargast samt sem áður eða hvað?????

Annars er lífið stórfínt á norður hluta landsins - hér hefur verið fínt veður...ekki endalaus rigning, rok eða snjókoma:o)

en núna verð ég að halda áfram að fara yfir vinnubækur, próf og verkefni......

föstudagur, janúar 15, 2010

tíminn líður og mánuðurinn hálfnaður....ég held ég sé ekki búin að kaupa neinar bækur á árinu.....ég er aldrei búin að fara í ræktina....ég hef ekki borðað hollan mat á hverjum degi....ég hef ekki fylgst með fréttum....en ég hef gert ýmislegt....unnið og lært og lesið og talað við vini og keypt flugmiða.....lendi í höfuðborginni í lok janúar - áhugasamir hafi samband!!!

ég er í lotu í háskólanum núna - megindlegar rannsóknir, mjög spennandi!! ég er mjög spennt fyrir önninni - á einhver eintak af spss/paws handa mér????? ég yrði eilíflega þakklát og myndi borga fyrir með einhverju góðgæti:o)

á morgun er ég að hugsa um að kaupa eins og eina bók um tölfræði og fá mér góðan stóran bolla af ókeypis nammikaffi

ég vildi óska þess að ég ætti eftir að lesa Stieg Larsson

laugardagur, janúar 09, 2010

heil vinnuviku búin síðan jólafríið tók enda....búin að rifja upp smásögur, skáldsögur, orðabókanotkun, orðaforða, búa til próf og leggja fyrir hlustunarpróf í 6 bekkjum - merkilegt nokk þar sem ég kenni bara 3.

nú þarf ég næstu vikurnar bara að fara yfir logbækur, hlustunarpróf, skrifleg próf, halda munnleg próf, sitja yfir 4 prófum.....og þetta er bara í annarri vinnunni því í hinni þarf ég að klára að gera kennsluáætlanir, setja inn verkefni í Moodle.....hluta af þeim verkefnum á ég eftir að búa til....

Skólinn byrjar hjá mér í næstu viku jei jei ég er skráð í 2 áfanga en veit ekki hvort ég ætla að taka þá báða....ætla að mæta í fyrstu tímana í báðum og sjá hvernig þeir eru...gekk annars frekar vel í þessum 12 fyrstu masterseiningum sem ég var í fyrir jól:o)