laugardagur, janúar 09, 2010

heil vinnuviku búin síðan jólafríið tók enda....búin að rifja upp smásögur, skáldsögur, orðabókanotkun, orðaforða, búa til próf og leggja fyrir hlustunarpróf í 6 bekkjum - merkilegt nokk þar sem ég kenni bara 3.

nú þarf ég næstu vikurnar bara að fara yfir logbækur, hlustunarpróf, skrifleg próf, halda munnleg próf, sitja yfir 4 prófum.....og þetta er bara í annarri vinnunni því í hinni þarf ég að klára að gera kennsluáætlanir, setja inn verkefni í Moodle.....hluta af þeim verkefnum á ég eftir að búa til....

Skólinn byrjar hjá mér í næstu viku jei jei ég er skráð í 2 áfanga en veit ekki hvort ég ætla að taka þá báða....ætla að mæta í fyrstu tímana í báðum og sjá hvernig þeir eru...gekk annars frekar vel í þessum 12 fyrstu masterseiningum sem ég var í fyrir jól:o)

2 Ummæli:

Blogger Leikum saman sagði...

Þú ert ótrúlegur dugnaðarforkur og svo geriru allt með bros á vör (nema kannski að fara yfir googletranslate verkefni..hahahah)
Hlakka til þegar þú kemur til borgarinnar og ferð að vinna á kassanum í Bónus, þá verður ekki svona mikið að gera hjá þér.
Þetta er bara rugl, svona kennsla.
Vesturbæjardrottningin

09 janúar, 2010 11:19  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Dugleg, ég byrja á morgun, nenni engu.....
Sjáumst hressar :o)
Gangi þér vel að taka ákvörðun um skólann,...
SE

10 janúar, 2010 14:45  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim