þriðjudagur, ágúst 28, 2007

i dag fann ég ástkæran vin...búin að geyma hann undir stól/borði síðan í vor en núna er kominn tími til að hlýja mér aftur!!! ég var mjög glöð þegar ég stakk Bomann í samband...núna er mér næstum of heitt:o)

Skólinn er kominn á fullt og verkefnin streyma inn...

miðvikudagur, ágúst 22, 2007

Skólinn er uþb að verða kominn á fullt og ég ÆTTI að vera á fullu að klára undirbúning....en en en en
Ég er frekar löt...finnst mér en hef samt haft það af að elda alla daga....reyndar er það það eina sem ég hef gert svona heimilislega séð:o) en þetta bjargast allt...
á næstu dögum þarf ég að læra ca 100 ný nöfn, ...get lært ca 20 nöfn á dag þannig að í næstu viku ætti ég að vera búin að læra langflest nöfnin....
jæja best að skella sér í að klára það sem klára þarf...

mánudagur, ágúst 13, 2007

sumarfríið að enda...

það er slatti að gera um þessar mundir, kennslan byrjar í næstu viku og hana þarf að undirbúa (hmm af hverju hefur maður ekki gert meira í sumar), ég er að byrja í kúrs hjá endurmenntun á fimmtudaginn og svo er bróðir minn að fara að gifta sig á laugardaginn, ég er veislustjóri og finn mikla þörf fyrir að skipta mér af.....

ég fór í mjög skemmtilegt partý á föstudaginn, foreldralaust frænku og frændapartý!!! Það var mikið hlegið, spjallað og svo var hlegið aðeins meira!!!

Það er komið haust...það er hægt að kveikja á kerti og njóta rökkursins en samt er frábært veður á daginn...ég sat úti í sólinni í ca 2 tíma í dag og bakaðist

Heilinn er enn í sumarfríi og neitar að hætta....segist eiga inni 150% sumarfrí gegn 150% vinnu seinasta vetur!!!!! Mér hlýtur að takast að múta heilanum með áhugaverðri bók eða einhverju álíka nördalegu!!!!

miðvikudagur, ágúst 08, 2007

ég á skítugasta bíl í heimi

í dag fór ég í fyrsta skipti með ferjunni Baldri...auðvitað var hel#$%$# ferjan biluð og það tók klukkutíma lengur að sigla en venjulega.....svo drifum við okkur á Patreksfjörð og hittum ráðherra, þingmenn og aðra...gaman að þessu öllu...kvíði samt stundum allri vinnunni við að koma kennslu til skila yfir Breiðafjörðinn....þar sem Baldur er bilaður var bara ein ferð í dag þannig að við keyrðum til baka...eða það er að segja Sólberg keyrði og ég skemmti honum á meðan...hehehehe

allaveganna þá get ég sagt ykkur að hamborgararnir um borð í Baldri eru betri en borgararnir í Búðardal!!!!!

Það var gaman á Akureyri eins og alltaf og veðrir varð betra eftir því sem leið á helgina....mánudag og þriðjudag var fínasta veður...reyndar var líka fínt veður seinni partinn á sunnudag. Patrek er sætur og stækkar fljótt og foreldrar hans hafa það gott. Fer aftur norður fyrstu helgina í september...það verður 9 skiptið á árinu ef ég tel rétt:oD

laugardagur, ágúst 04, 2007

Er maður sætur eða bara sætur?????

fimmtudagur, ágúst 02, 2007

í fyrramálið ætla ég að rúlla af stað í norðurferð...þetta verður uþb seinasta ferðalag sumarsins...á reyndar eftir að smella mér um borð í Baldur og skoða eitthvað hinu megin við fjörðinn og svo ætla ég að kíkja á uppsveitir Borgarfjarðar aðeins...ein höfuðborgarferð ef ekki tvær eru líka eftir:D Það er eiginlega bara sumarið sem er að verða búið en ekki planaðar ferðir...hehehehe


Powered by ScribeFire.