mánudagur, ágúst 13, 2007

sumarfríið að enda...

það er slatti að gera um þessar mundir, kennslan byrjar í næstu viku og hana þarf að undirbúa (hmm af hverju hefur maður ekki gert meira í sumar), ég er að byrja í kúrs hjá endurmenntun á fimmtudaginn og svo er bróðir minn að fara að gifta sig á laugardaginn, ég er veislustjóri og finn mikla þörf fyrir að skipta mér af.....

ég fór í mjög skemmtilegt partý á föstudaginn, foreldralaust frænku og frændapartý!!! Það var mikið hlegið, spjallað og svo var hlegið aðeins meira!!!

Það er komið haust...það er hægt að kveikja á kerti og njóta rökkursins en samt er frábært veður á daginn...ég sat úti í sólinni í ca 2 tíma í dag og bakaðist

Heilinn er enn í sumarfríi og neitar að hætta....segist eiga inni 150% sumarfrí gegn 150% vinnu seinasta vetur!!!!! Mér hlýtur að takast að múta heilanum með áhugaverðri bók eða einhverju álíka nördalegu!!!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim