þriðjudagur, október 26, 2010

Beiðni um hjálp! Anmodning om hjælp!

står på dansk nedenunder

Elsku bestu vinir!
Ég er að gera rannsókn í Eigindlegum rannsóknaraðferðum við Háskólann á Akureyri þar sem ég er í mastersnámi eins og mörg ykkar vita.

Ég á að gera vettvangsrannsókn svokallaða ethnographic research og ákvað að gera autoethnographic story. Sem sagt þá ætla ég að rannsaka MIG.

Nú vantar mig aðstoð ykkar við að vita hvað þið hafið að segja um mig. td Hvenær munið þið fyrst eftir mér? Hvernig kynntumst við? Hvað dettur ykkur fyrst í hug þegar þið hugsið um mig? Hvernig persóna heldur þú að ég sé?
Þú þarft ekki að svara þessum spurningum endilega en mér þætti vænt um að þú myndir gefa þér tíma að skrifa niður það fyrsta eða annað sem þér dettur um mig og senda mér í tölvupósti (vallaosk@gmail.com)

Ég mun ekki nafngreina ykkur í rannsókninni heldur gefa ykkur einhver dulnefni svo ef þið hafið sérstakar óskir um dulnefni þá er tilvalið að láta það fylgja með;o)

Knús og kram V
___________________________________________________

Kære venner
Jeg er i gang med at lave en etnografisk opgave i mine studier og det jeg skal kigge nærmere på er JEG.

For at kunne gøre dette ordentligt har jeg brug for lidt hjælp. Jeg har brug for at vide hvad du har at sige om mig, fx hvordan vi mødtes, hvornår og evt hvorfor. Du behøver ikke at svare på nogle spørgsmål bare du giver dig tid til at skrive et eller to ord om mig og sende til mig i beskederne her eller i email (vallaosk@gmail.com)

Jeg vil ikke angive jeres navne i min opgave, men vil give jer dæknavne så hvis I har specielle ønsker om dæknavn endelig send det med ellers får I et sødt islandsk navn;o)

knus og kram Valla

mánudagur, október 04, 2010

uppáhaldsmánuðirnn minn er byrjaður og í ár eru fleiri ástæður til að gleðjast en bara sú að ég og 200 mílna landhelgin eigum 35 ára afmæli....litla frænka mín (eða frændi) fæðist á næstu dögum...

Ég er í einum áfanga í háskólanum þessa önnina og mér er svo aldeilis ekki skemmt yfir þeim áfanga hingað til en ég trúi því og treysti að ég hafi verið að ljúka við leiðinlegast verkefnið í þeim áfanga....það var alger hörmung en ég vona bara og bið að ég hafi náð 49,9% í því....býst ekki við meiru.

Seinast föstudag fór ég svo á kynningu á næsta verkefni og það verður rosa rosa rosa skemmtilegt enda mun það fjalla um uppáhaldið mitt......mig!

ég er ótrúlega óskipulögð um þessar mundir og mun í tilefni af því tileinka þessa viku sem er vika nr 40 á árinu skipulagi og hún mun verða notuð til að vinna upp alla lausa enda svo að ég geti notað uppáhaldsvikuna mína til að halda upp á mig og landhelgina og svo auðvitað skipuleggja seinni hluta annarinnar.....það sem sagt styttist óðfluga í að skólaönnin sé hálfnuð...hvað kom eiginlega fyrir tímann???

Um helgina heimsótti Ella mig og við elduðum góðan mat, skoðuðum Siglufjörð og Héðisfjörð ásamt göngunum og spjölluðum heilmikið og svo auðvitað lærðum við alveg á fullu....og Ella duglega prjónaði heilan jólasvein og húfuband og örugglega eitthvað meira....hún er prjónaóð enda á hún rosa rosa flott prjónasett sem ég öfunda hana af:o) samt vantar mig á engan hátt prjóna heldur eru hennar bara svo litríkir!!!!