mánudagur, júní 28, 2010

ég er búin með fyrstu 4 næturvaktirnar á Hótel Cabin og ég hef talað meiri þýsku en oft áður (eiginlega meira en seinustu 4 árin)

ég er búin að vera dálítið mikið á ferðinni um landið seinustu vikuna, Ólafsfjörður, Akureyri, Reykjavík, Hvanneyri, Svignaskarð, Grundarfjörður...... ég verð að viðurkenna að ég verð pínu fegin þegar ég verð flutt í nýjan fjörð og stöðugleiki vetrarvinnu hefst en það er um að gera að hafa gaman af þessu á meðan það varir.
Sennilega var ég samt að stoppa í seinasta skipti á Hvanneyri um daginn, alla veganna í bili, því íbúðin skemmdist í vatnstjóni fyrir viku síðan og endar sennilega fokheld....:
En Ásdís ætlar að leyfa mér skríða upp í hjá sér í nýju íbúðinni í Borgarnesi ef mig vantar gistingu!!!

Akkúrat er ég stödd í sólinni á Akureyri og milli þess sem ég er í NÝJU TÖLVUNNI minni pakka ég ofan í kassa, dvd og geisladiskar ásamt hluta bókanna er kominn í kassa....kann einhver töfralausn á því að láta kassa ferðast niður 7 hæðir - 60 kílómetra og upp 2 hæðir, án þess að ég þurfi að reyna á mig að ráði - ég yrði svo ógurlega ógurlega glöð að ég myndi sennilega elda fyrir viðkomandi í langan tíma....gæti útbúið matarpakka til nokkurra mánaða:o)

þriðjudagur, júní 15, 2010

já nú er langur tími liðinn...

ég er að verða búin að vinna í MA, bara 1 dagur eftir þar og svo fer ég í sumardvöl í Túnið

það er staðfest að ég fer að kenna í Ólafsfirði næsta vetur við Menntaskólann á Tröllaskaga

ég er búin að fá íbúð þar frá 1. júlí svo ég hef tíma til að pakka á milli næturvakta.....

mig langar til Danmerkur í lok júlí hver vill vera meðvirkur og segja mér að það sé nauðsynlegur hluti af því að vera dönskukennari að fara í eins og viku þangað.