mánudagur, júní 28, 2010

ég er búin með fyrstu 4 næturvaktirnar á Hótel Cabin og ég hef talað meiri þýsku en oft áður (eiginlega meira en seinustu 4 árin)

ég er búin að vera dálítið mikið á ferðinni um landið seinustu vikuna, Ólafsfjörður, Akureyri, Reykjavík, Hvanneyri, Svignaskarð, Grundarfjörður...... ég verð að viðurkenna að ég verð pínu fegin þegar ég verð flutt í nýjan fjörð og stöðugleiki vetrarvinnu hefst en það er um að gera að hafa gaman af þessu á meðan það varir.
Sennilega var ég samt að stoppa í seinasta skipti á Hvanneyri um daginn, alla veganna í bili, því íbúðin skemmdist í vatnstjóni fyrir viku síðan og endar sennilega fokheld....:
En Ásdís ætlar að leyfa mér skríða upp í hjá sér í nýju íbúðinni í Borgarnesi ef mig vantar gistingu!!!

Akkúrat er ég stödd í sólinni á Akureyri og milli þess sem ég er í NÝJU TÖLVUNNI minni pakka ég ofan í kassa, dvd og geisladiskar ásamt hluta bókanna er kominn í kassa....kann einhver töfralausn á því að láta kassa ferðast niður 7 hæðir - 60 kílómetra og upp 2 hæðir, án þess að ég þurfi að reyna á mig að ráði - ég yrði svo ógurlega ógurlega glöð að ég myndi sennilega elda fyrir viðkomandi í langan tíma....gæti útbúið matarpakka til nokkurra mánaða:o)

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég fékk nemendur til að flytja mig síðast þegar þess þurfti og gekk það bæði hratt og örugglega. Þurfti ekkert að elda ofan í þá, en borgaði smáræði í útskriftarsjóð. Sólrún

29 júní, 2010 09:37  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hmmm góð hugmynd að ofan.... Bara væli og vorkenna sér á facebook þá kemur einhver heheheh, búin að nota það ;)

SE

30 júní, 2010 00:00  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim