fimmtudagur, desember 31, 2009

Það er ekki mikið eftir af 2009 akkútat núna.......árið hefur verið fínt og ég er ekkert viss um að næsta sé neitt betra hahahahahahaha þoli ekki breytingar:)

Á þessu ári:
ferðaðist ég mikið - fór til 4 landa og í 4 landshluta
svaf í tjaldi í fyrsta skipti í mörg ár
fór á ættarmót
fór í sumarbústað


Á næsta ári:
verð ég gömul...eða sko eldri en ég varð á þessu ári.
ætla ég að halda áfram í MA námi
ætli ég að vinna
kannski ætla ég að flytja á næsta ári
kannski ætla ég að flytja inn við hliðina á þér

miðvikudagur, desember 23, 2009

að vera í jólafríi er dásamlegt....ég er svo svo svo löt

er ekki búin að pakka inn öllum jólagjöfunum og nenni því eiginlega ekki hahahahaha

er samt búin að senda jólakort og fara í jólakaffi í vesturbæinn og reyna að æsa frændur mína aðeins upp öðruhvoru!!!!

fekk sms um að ég ætti pakka á Akureyri....illa gert að senda pakka svo seint að ég geti ekki náð í hann fyrr en í janúar hahahahahaha

fimmtudagur, desember 17, 2009

ég er farin í jólafrí víííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííí
ég hef reyndar nóg að gera í verkefnayfirferð en það þarf ekki að vera klárt fyrr en í janúar....og það eru sko margir mánuðir í janúar hahahahahahahahaha

Ég og Þóra slógum í gegn í konfektgerð seinustu helgi....fengum að vísu konfektgerðarmeistara okkur til aðstoðar sem bjargaði þessu alveg!!!!
Við bjuggum til amk 7 mismunandi tegundir og þær voru allar hrikalega góðar!!!!

fimmtudagur, desember 10, 2009

vúhú jei vúhúúúú
Yndi framundan
Ég er á leiðinni alltaf á leiðinni.....

Hvenær var það aftur sem við ætluðum að kyssast á götum úti og haldast í hendur bak við matseðla????

sunnudagur, desember 06, 2009

í dag gerði ég eitthvað sem kemur öllum þeim sem þekkja mig á óvart....ég keypti mér geisladisk hahaha reyndar líka bók og dvd en við erum bara að tala um geisladiska núna!!!!
Ég keypti diskinn vinalög með Jógvan og Friðriki Ómari - þetta eru 2 diskar og ég er eiginlega búin að hlusta stanslaust í nokkuð marga klukkutíma á Jógvan syngja íslenskar perlur á færeysku og svei mér þá ef lögin eru ekki bara algerlega frábær og hljóma jafnvel betur á færeysku en íslensku.....mig langar að læra færeysku....mig langar að fara til Fæeyja - ætli það sé hægt að fá einhverja vinnu þar????

Ég mæli alla veganna með því að allir fari og kaupi sér þennan disk því hinn diskurinn sem Friðrik Ómar syngur er líka mjög flottur en lögin eru bara ekki eins stór hluti af manni svo ég verð ekki eins dáleidd af því að hlusta á færeysku lögin á íslensku - en Friðrik syngur fanta vel líka.

Aftur að þessu með Færeyjar - ef þið vitið um vinnu þar látið mig vita, þurfið samt eiginlega að finna vinnu fyrir þrjá og fimm ketti því ég tek stórfjölskylduna með mér....lokka þau bara með gómsætum uppskriftum - mannfólkið!!! og flottum stórum kríum og músum - Tomm Tomm!!!



Annars er tíminn eiginlega hlaupinn frá mér og ég á að vera löngu farin að sofa.....varð bara aðeins að klára smávegis - og svo eru tveir þættir af Eureka á laugardagsnóttum á DR1.....

bara 5 dagar.....