sunnudagur, desember 06, 2009

í dag gerði ég eitthvað sem kemur öllum þeim sem þekkja mig á óvart....ég keypti mér geisladisk hahaha reyndar líka bók og dvd en við erum bara að tala um geisladiska núna!!!!
Ég keypti diskinn vinalög með Jógvan og Friðriki Ómari - þetta eru 2 diskar og ég er eiginlega búin að hlusta stanslaust í nokkuð marga klukkutíma á Jógvan syngja íslenskar perlur á færeysku og svei mér þá ef lögin eru ekki bara algerlega frábær og hljóma jafnvel betur á færeysku en íslensku.....mig langar að læra færeysku....mig langar að fara til Fæeyja - ætli það sé hægt að fá einhverja vinnu þar????

Ég mæli alla veganna með því að allir fari og kaupi sér þennan disk því hinn diskurinn sem Friðrik Ómar syngur er líka mjög flottur en lögin eru bara ekki eins stór hluti af manni svo ég verð ekki eins dáleidd af því að hlusta á færeysku lögin á íslensku - en Friðrik syngur fanta vel líka.

Aftur að þessu með Færeyjar - ef þið vitið um vinnu þar látið mig vita, þurfið samt eiginlega að finna vinnu fyrir þrjá og fimm ketti því ég tek stórfjölskylduna með mér....lokka þau bara með gómsætum uppskriftum - mannfólkið!!! og flottum stórum kríum og músum - Tomm Tomm!!!



Annars er tíminn eiginlega hlaupinn frá mér og ég á að vera löngu farin að sofa.....varð bara aðeins að klára smávegis - og svo eru tveir þættir af Eureka á laugardagsnóttum á DR1.....

bara 5 dagar.....

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Þá veit ég hvernig ég fæ þessi lög inn á ipotinn minn :) Mundu að hafa þetta suður með þér í jóla/áramótafrí ;)

SE

Veit þú getur fengið vinnu í kolanámu á Svalbarða!! Dugar það?

07 desember, 2009 10:09  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þarft ekkert að lokka okkur með...við komum um leið og þú kallar á okkur. Er mikill Færeyingur í mér.
Hlakka til að hitta þig þegar þú kemur til byggða

08 desember, 2009 19:14  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim