þriðjudagur, júlí 28, 2009

ég er komin heim eftir rúmlega 2 vikna útstáelsi...

fyrst fór ég á ættarmót á Laugarbakka, þar hitti ég ættingja skrapp á selasafnið á Hvammstanga og ýmislegt annað skemmtilegt....held meðal annars að ég hafi verið kosinn "fulli frændinn"...skilst að það sé vegna þess að ég hafi verið með einhver læti......sem auðvitað enginn trúir!!!!!

eftir ættarmót brunaði ég til höfuðborgarinnar þar sem við Þóra pökkuðum hennar dóti í bílinn og svo brunuðum við af stað út í óvissuna....keyrðum Þrengslin og versluðum í matinn á Selfossi, borðuðum á Hellu og tjölduðum á Vík....fínt veður, góður matur en það er %&$ fuglabjarg yfir tjaldstæðinu á Vík
...næsta dag brunuðum við í gegnum hraun og sand og brjálaðar kríur gerðu tilraun til að myrða okkur....okkur fannst ekki nógu spennandi í Skaftfelli svo við fórum á Höfn....mjög merkilegur staður eða ætti ég að segja mjög skrítinn staður....fórum ógurlega snemma að sofa vegna mikillar þreytu og rigningar
...daginn eftir skoðuðum við eyðibýli og eyðilega firði....komum líka við á Djúpavogi og á Breiðdalsvík þar sem við keyptum stelpu og stráka trival....fórum gegnum jarðgöng sem voru ekki áður (tvenn meira að segja) og ákváðum að skella okkur í fallegasta fjörðinn....Seyðisfjörðinn minn.....þar tjölduðum við og borðuðum heimsins bestu grillpinna....fórum að sofa nokkuð snemma en þó ekki eins snemma og nóttina áður......um kvöldið og eitthvað um nóttina rigndi dálítið og tjaldið nú farið að vera frekar blautt
....ákváðum vegna kulda og leiðinda veðurs á austulandi að drífa okkur í Eyjafjörð með smá stoppi í mat og spjall á Egilsstöðum...takk Michelle!!!
...á Akureyri var grátt yfir en gott að koma heim....stoppuðum reyndar stutt þar sem veðurspár voru hagstæðari fyrir vesturlandið
....næstu dagana þar á eftir vorum við í rólegheitum og brjálaðislega góðu veðri í uppsveitum Borgarfjarðar....fórum í smá túristaleik einn daginn og sund annan en annars lágum við á pallinum og bökuðumst jafnt og þétt
...þegar við höfðum fengið nóg af rólegheitunum og veðrið var ekki eins gott skelltum við okkur í Borgarnes og versluðum inn fyrir helgina þar sem við höfðum ákveðið að fara á Grundarfjörð og taka þátt í Á Góðri Stundu!! Helgin var ljúf og skemmtileg en frekar köld á köflum.....nú er ég komin heim og nenni ekki að taka upp úr töskunum....

fimmtudagur, júlí 23, 2009

búin að vera á ferðalagi í sól og sumaryl, ætla að halda aðeins áfram í ferðalagi....heyrumst seinna

fimmtudagur, júlí 09, 2009

Ég er komin heim frá Þýskalandinu - mjög gaman og margt að sjá og upplifa - ég sigldi á Bodensee, drakk bjór í Austurríki, fór á söfn bæði í Þýskalandi og Austurríki, klifraði í Ölpunum og umfram allt naut þess að vera til í frábæru veðri með skemmtilegu fólki.....skelli inn einhverjum myndum á morgun þegar ég verð búin að minnka þær

er með nokkur flugnabit og þó nokkurn lit eftir sólina.....verandi föl allan ársins hring þá er minn litur ekki brúnn heldur rauður....hehehehe

er rétt heima til að þvo föt áður en ég fer á ættarmót og svo í útilegu....jei

talandi um að þvo föt.....ætli ég þurfi ekki að hengja þau upp



Ég er að fara í almennt MEd nám í menntunarfræðum og þarf ekki að velja sérhæfingu strax.....ég er vog og ég fresta því eins lengi og ég get að taka ákvarðanir.....annars þá getur verið að ég færi mig yfir í rannsóknartengt MA nám ef ég fæ stóra flotta rannsóknarhugmynd en fyrstu áfangarnir eru eins fyrir bæði MEd og MA námið, og bara svo þú getir byrjað að undir búa þig Hrafnhildur þá er ég farin að æfa mig í að nöldra yfir Moodle.....ætla sko að vera þessi nöldrandi sem nennir ekki að lesa leiðbeiningar og vill láta segja sér allt