fimmtudagur, júlí 09, 2009

Ég er komin heim frá Þýskalandinu - mjög gaman og margt að sjá og upplifa - ég sigldi á Bodensee, drakk bjór í Austurríki, fór á söfn bæði í Þýskalandi og Austurríki, klifraði í Ölpunum og umfram allt naut þess að vera til í frábæru veðri með skemmtilegu fólki.....skelli inn einhverjum myndum á morgun þegar ég verð búin að minnka þær

er með nokkur flugnabit og þó nokkurn lit eftir sólina.....verandi föl allan ársins hring þá er minn litur ekki brúnn heldur rauður....hehehehe

er rétt heima til að þvo föt áður en ég fer á ættarmót og svo í útilegu....jei

talandi um að þvo föt.....ætli ég þurfi ekki að hengja þau upp



Ég er að fara í almennt MEd nám í menntunarfræðum og þarf ekki að velja sérhæfingu strax.....ég er vog og ég fresta því eins lengi og ég get að taka ákvarðanir.....annars þá getur verið að ég færi mig yfir í rannsóknartengt MA nám ef ég fæ stóra flotta rannsóknarhugmynd en fyrstu áfangarnir eru eins fyrir bæði MEd og MA námið, og bara svo þú getir byrjað að undir búa þig Hrafnhildur þá er ég farin að æfa mig í að nöldra yfir Moodle.....ætla sko að vera þessi nöldrandi sem nennir ekki að lesa leiðbeiningar og vill láta segja sér allt

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Þú ert örugglega búin að senda inn beiðni um gott veður fyrir ródtrippið?
Hlakka til að sjá þig á sunnudaginn, held að við verðum barasta að fá okkur sumarfríshvítvínsglas þá....já svei og já.
Vesturbæjardrottningin

09 júlí, 2009 13:55  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Held sko að við fáum okkur 2 sumarfríshvítvínsglös á sunnudaginn!!! og að sjálfsögðu er ég búin að leggja inn veðurbeiðnina!!!

09 júlí, 2009 14:44  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ég get ekki beðið eftir því að láta sem ég sé heyrnarlaus þegar þú byrjar að nöldra, það er ekkert mál að slökkva á heyrnartækjunum þegar fólk eins og þú er annars vegar :-)
Skemmtu þér í sumarfríinu
HH
æi já, ég eyddi dönskuáfanganum þínum, finnst óþarfi að kenna dönsku eins og þú veist :-)

10 júlí, 2009 14:04  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim