þriðjudagur, júlí 28, 2009

ég er komin heim eftir rúmlega 2 vikna útstáelsi...

fyrst fór ég á ættarmót á Laugarbakka, þar hitti ég ættingja skrapp á selasafnið á Hvammstanga og ýmislegt annað skemmtilegt....held meðal annars að ég hafi verið kosinn "fulli frændinn"...skilst að það sé vegna þess að ég hafi verið með einhver læti......sem auðvitað enginn trúir!!!!!

eftir ættarmót brunaði ég til höfuðborgarinnar þar sem við Þóra pökkuðum hennar dóti í bílinn og svo brunuðum við af stað út í óvissuna....keyrðum Þrengslin og versluðum í matinn á Selfossi, borðuðum á Hellu og tjölduðum á Vík....fínt veður, góður matur en það er %&$ fuglabjarg yfir tjaldstæðinu á Vík
...næsta dag brunuðum við í gegnum hraun og sand og brjálaðar kríur gerðu tilraun til að myrða okkur....okkur fannst ekki nógu spennandi í Skaftfelli svo við fórum á Höfn....mjög merkilegur staður eða ætti ég að segja mjög skrítinn staður....fórum ógurlega snemma að sofa vegna mikillar þreytu og rigningar
...daginn eftir skoðuðum við eyðibýli og eyðilega firði....komum líka við á Djúpavogi og á Breiðdalsvík þar sem við keyptum stelpu og stráka trival....fórum gegnum jarðgöng sem voru ekki áður (tvenn meira að segja) og ákváðum að skella okkur í fallegasta fjörðinn....Seyðisfjörðinn minn.....þar tjölduðum við og borðuðum heimsins bestu grillpinna....fórum að sofa nokkuð snemma en þó ekki eins snemma og nóttina áður......um kvöldið og eitthvað um nóttina rigndi dálítið og tjaldið nú farið að vera frekar blautt
....ákváðum vegna kulda og leiðinda veðurs á austulandi að drífa okkur í Eyjafjörð með smá stoppi í mat og spjall á Egilsstöðum...takk Michelle!!!
...á Akureyri var grátt yfir en gott að koma heim....stoppuðum reyndar stutt þar sem veðurspár voru hagstæðari fyrir vesturlandið
....næstu dagana þar á eftir vorum við í rólegheitum og brjálaðislega góðu veðri í uppsveitum Borgarfjarðar....fórum í smá túristaleik einn daginn og sund annan en annars lágum við á pallinum og bökuðumst jafnt og þétt
...þegar við höfðum fengið nóg af rólegheitunum og veðrið var ekki eins gott skelltum við okkur í Borgarnes og versluðum inn fyrir helgina þar sem við höfðum ákveðið að fara á Grundarfjörð og taka þátt í Á Góðri Stundu!! Helgin var ljúf og skemmtileg en frekar köld á köflum.....nú er ég komin heim og nenni ekki að taka upp úr töskunum....

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

velkomin heim og gangi þér vel að koma þér fyrir svo þú getir farið að pakka niður fyrir næstu ferð,
kveðja mamma

29 júlí, 2009 22:26  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk fyrir frábært ferðalag. Gleymdir samt alveg að telja upp úldnu stundirnar okkar. Nú þurfum við bara að fara að markaðssetja leiðsögufyrirtækið okkar, það er snilld.

p.s fullikallinn fór á þjóðhátíð, samt ekki með tjaldvagninn.

Þú ert frábær ferðafélagi, hef sagt mörum frá heilsuferðafélaganum sem bannaði mér að éta sykur en ól mig stundum á hvítu hveiti.

Ferðafélaginn

30 júlí, 2009 20:43  
Blogger VallaÓsk sagði...

Ég var næstum búin að gleyma leiðsögufyrirtækinu!!!!!

Fullikallinn er örugglega að vinna í því að flytja inn hjá unz und edz....

Mundu bara hvað gerðist þegar þú borðaðir hunangsristaðan sykur!!!! Það er samt ekki mitt hlutverk að breyta þér í heilsufrík og því fékkstu smá hvítt hveiti öðru hvoru!!!

30 júlí, 2009 22:40  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ekki minnast á hunangsristað í mín eyru....ALDREI.....

31 júlí, 2009 20:09  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim