vinnan er að verða búin þennan mánuðinn....eða í raun ekki en sú vinna sem ég þarf að mæta í á réttum tíma á réttum stað er að verða búin. Á morgun er seinasti kennsludagur í MA og það má alveg búast við því að hann verði stuttur í annan endan......
Mér finnst skrýtið að kenna svona alveg fram að jólum og svo próf í janúar......vorönnin byrjar svo 28. janúar.
Einkunnir í háskólanum eru farnar að birtast....misgóðar en það er bara eins og það er.
Ég fer í Borgarfjörðinn á morgun...hef rekið mig á það hér í vetur að það er ekki sjálfsagt að vita hvar sýslumörkin milli Borgarfjarðar og Mýrasýslu voru....fyrir mig er það ósköp eðlilegt en ég hef lent í umræðum um það oftar en einu sinni og oftar en tvisvar hvaða dalur var í hvaða sýslu - en svo finnst fólk ósköp eðlilegt að maður vita allt um hverja þúfu hér í nágrenninu....hehehehe
Er mikið búin að velta fyrir mér framtíðinni svona almennt.....fékk fastráðningu á einum stað núna á dögunum.....yfirmaðurinn á þeim stað er að skipta um starfsstað svo það er aldrei að vita hvað þessi fastráðning þýðir....fer kannski mest eftir því hver tekur við þar
Mig langar í vinnu þar sem ég er ekki að vinna alla daga á ákveðnum tíma....langar í vaktavinnu eða kvöld og helgarvinnu og einbeita mér meira að skólanum.....ætla að gera það næsta vetur....er ráðin í fullt af vinnu fram á vor og reikna ekki með því að geta fengið námslán næsta haust....held þeir færu fram á að ég borgaði þeim ef ég sæki um!!!!
Jólaseríum skýtur upp með ógurlegum hraða hér og erfitt að sjá hvaða hverfi er mest skreytt en sé á fjölbýlishúsunum í síðuhverfi að það nenna ekki allir að skreyta eins - ég get alveg sagt ykkur að ég tapa í jólaskreytingarkeppninni því ég hef ekki skreytt neitt fremur en venjulega
nenni engu en ætla að halda áfram pakka niður svo ég komist af stað ekkert allt of seint á morgun.
...er einhver sem nennir að senda mér smá dropa af orku svo ég komist í gegnum morgundaginn og muni eftir öllu sem ég þarf að muna eftir?????!!!