mánudagur, september 27, 2010

Ég velti því aðeins fyrir mér um þessar mundir hvenær sé við hæfi að hafa áhyggjur af framtíðinni, já eða kannski ekki beinlínis áhyggjur heldur bara svona almennar framtíðarhugsanir, hvar vil ég vera eftir 5 ár (ég veit það), hvar vil ég vera eftir 10 ár (hef ekki grænan), hvað vil ég verða þegar ég verð stór??????

Ég hef mestar áhyggjur af því að ég eigi að hafa áhyggjur af þessu því fólki virðist finnast að kona á mínum aldri(26;o)) eigi að hafa slíka hluti á hreinu!!! Mér finnst lífið hafa upp á svo margt að bjóða að ég get ómögulega neglt mig niður í eitthvað ákveðið að eilífu.....

Annað er að fólk tekur því sem sjálfgefnu að maður eigi börn, langi í börn eða á einhvern hátt sé líkamlega óhæfur um að eignast þau.....en ef mann langar ekki? hvað þá?

Að setjast aðeinhvers staðar og kaupa húsnæði er eitthvað sem gerir að ég fæ andateppu og svima....ég get búið út um allt, eða svo gott sem og mér fellur ekki hugsunin að hér ætli ég að eiga heima alltaf....og þið sem hafið nöldrað í mér seinasta áratuginn um að það sé svo góð fjárfesting að eiga húsnæði....hvernig er aftur staðan á því í dag???

Það sem fer samt allra mest í taugarnar á mér um þessar mundir eru eigindlegar rannsóknaraðferðir!!!! Hefði einhver trúað því að ég talnablind manneskjan héldi mikið mikið meira upp á tölfræðina????


þið skulið samt ekki halda að ég liggi andvaka yfir einhverjum svona pælingum því það er allt of mikið að gera hjá mér við að lifa lífinu til að ég hafi tíma til þess.... að vísu ergja eigindlegu aðferðirnar mig meira en hitt til samans um þessar mundir!!!!

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Mikið er ég sammála þér með þessar pælingar, líka með aðferðarfræðina.....
Sko eins og hvað ætlaru að fara vinna við þegar þú klárar skólann (loksins)..... UUUU ég veit það ekki, kannski bara í löggunni!!! og það veldudr mikilli hneikslan. En hvernig á maður að geta ákveðið þetta! Eina pressan sem er á mér þessa dagana er að reyna uppfylla þá ósk Einars að geta verið í sama grunnskóla sem lengst og verið nálægt vinum sínum.... EN samt er ég ekki tilbúin að fara skulad 20 miljónir ´+, kannski kemur það þegar vogin fæðist inn í fjölskylduna.....
EN allavega þá vona ég að aðferðarfræðin fari að rúlla hjá þér.... hún þarf að fara gera það hjá mér, skil 5 okt!!

Heyrumst
SE

27 september, 2010 22:06  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ég gerði mér grein fyrir því í morgun þegar ég sá auglýsingu frá borgarbyggð um það hvað stæði eldri borgurum til boða í vetrarstarfinu að ég get tekið þátt í því og orðið félagi í FEB eftir um það bil 840 daga!!!!!!!! Hvort ætli ég velji að fara í gler- perlur- bókband eða boccia þá???? Og ég sem veit ekki einu sinni hvað mig langar að verða þegar ég verð STÓR!!! Ég hef lært ýmislegt í gegnum tíðina og farið á allskonar námskeið (skrautskrif, matreiðslu, sníða, fötlunar, aldranir, alshæmer, jólaföndur og svo videre). Ég hef unnið á mörgum mjög svo ólíkum vinnustöðum og mér finnst yfirleitt alltaf að nú sé ég komin á þann snaga sem mig langar að hanga á....en örlögin ´hafa verið ansi dugleg að breyta aðstæðum hjá mér.... Í augnablikinu veit ég hvar ég sef en ekki hvar ég á HEIMA... og þú ert nú mikið yngri en ég svo bíddu bara róleg þetta blessast allt einhvernveginn

27 september, 2010 22:40  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ég ætla held ég aldrei að ákveða hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór því það er miklu skemmtilegra að lifa bara!!!! Ég leysti þetta heim mál með að tala um alla staði sem ég sef á sem heim. Ég fer heim alveg sama hvert ég fer!!! ég á heima alls staðar og hvergi. En ég skil samt þetta með að eiga ekkert Heimili hlýtur að vera strembið.
Steinunn vogir eru blessun sem veitist aðeins þeim sem þurfa að læra þolinmæði!!!

27 september, 2010 23:09  
Anonymous Nafnlaus sagði...

UUUUU Ég þarf ekki að læra þolinmæði ;o)
SE

30 september, 2010 18:27  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Nei nei einmitt ég var líka örugglega að meina Leif og Einar Má!!

01 október, 2010 12:22  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim