laugardagur, ágúst 21, 2010

Ég er búin að vera hugsa dálítið um aldur og það að eldast...ekki það að mér finnist ég vera að eldast neitt áberandi heldur bara svona almenn hugsun...sennilega hefur það slæm áhrif á mig að vakna áður en vekjaraklukkan hringir því þá er svona aukatími til að hugsa

Í dag er skólasetning og á mánudaginn er fyrsti kennsludagur. Dálítið spennandi!!

Svo styttist í að háskólinn byrji og þá er allt komið í fastar skorður...eða hvað??

laugardagur, ágúst 07, 2010

ég er flutt í Fjallabyggð....ég er ekki búin að taka upp úr kössunum eða raða í hillur eða skápa því ég er að velta því fyrir mér hvort hillurnar séu á réttum stöðum:o)

ég er byrjuð að vinna í nýju vinnunni, reyndar ekki í "mínu starfi" en það er ágætt að prufa eitthvað nýtt öðru hvoru!!! Ég er ógurlega spennt fyrir vetrinum og hlakka til að takast á við nýtt starf í nýjum skóla!