miðvikudagur, september 24, 2008

Nennir einhver að koma heim til mín og vaska upp og þrífa?????

Hef ekki tíma virðist vera - alla veganna er það þetta sem verður útundan hjá mér - já og að þvo föt en ég á slatta af þeim svo ég þarf ekki að þvo nema ca 1 sinni í mánuði!!!

Ég geri ekkert nema búa til verkefni og fara yfir verkefni, búa til próf og fara yfir próf, skipuleggja kennslu og kenna og sitja fyrirlestra og skipuleggja allt þetta

Er samt mjög sátt nema við rykið og skítugu diskana - er ekki hægt að ráða ráðskonu þó maður búi á sjöundu hæð í blokk??????

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hentu leirtauinu út um gluggann og keyptu nýtt....og fjárfestu svo í svona robotryksugu sem sér um þetta fyrir þig. Veit ekki með þvottinn, hættu bara að ganga í fötum, þá þarftu ekki að þvo.

Kringlurassgatið

24 september, 2008 09:33  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Kannast við sama vandamál á mínu heimili... Vantar einmitt líka einhvern til að vaska upp og þvo föt... En hey látin Blogg eða í pásu Össss... Færði mig barasta á önnur mið og Dunda mér nú við þetta annaðslagið sko ;)Knús Irps

25 september, 2008 17:44  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Næstum búin að vaska allt upp og setti í eina þvottavél en kámaði bara aðeins gleraugun svo ég sæi ekki rykið....

Irps - ég er búin að breyta þessu - sendir mér kannski lykilorð ef ég má lesa....og kannski laumar að mér nýja staðnum - ja nema það sé facebook því þangað fer ég ekki:o)

25 september, 2008 21:15  
Anonymous Nafnlaus sagði...

he he he gott trix að káma aðeins gleraugun.. er að spá í að taka þig mér til fyrirmyndar ;) en nýja bloggið er hér: http://vandekamp.blog.is/blog/vandekamp/ og lykilorðið er skammstöfunin á kallinum mínum :)

27 september, 2008 21:49  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim