mánudagur, september 08, 2008

Ég er komin norður

Var í Reykjavík um kl 16 og dreif mig eins hratt og ég gat úr bænum svo ég myndi ekki festast í eftirmiðdegisumferðinni - langaði samt ótrúlega til að koma við í kringlunni....

Ferðin norður var löng og á köflum ólögleg....bíllinn minn er nýbónaður og vill þess vegna keyra hratt!!!

Keypti fullt af fallegum hlutum í Danmörku og gaf pela og dáðist af tveimur litlum stúlkum....þær heita Nicoline og Caroline og þær fullvissuðu mig algerlega um að ég er ekki tilbúin til að eignast tvíbura!!!!!

Þarf að ganga frá eins og 3 prófum en skrifa meira um ferðina seinna....

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Vehelkomin heim....það hefði verið gaman að sjá á þér smettið í Kringlunni...en það verður víst að bíða betri tíma.

09 september, 2008 09:26  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ hæ vildi bara segja að það er gaman hjá okkur í DK. Hlökkum til að sjá þig síðar, pabbi vill að þú verðir túlkurinn hans, hann treystir mér ekki eins vel og þér hehehehe. Ég veit alveg hvað þessir Danir eru að segja.

Heyrumst
Steinunn

10 september, 2008 12:52  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég er tilbúin til að vera túlkur!!! Þarf ekkert nema rúm að sofa í og eina og eina máltíð - ásamt flugmiða:o)

10 september, 2008 21:34  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim