Ég er búin að eyða mörgum klukkutímum í skipulagningu í kvöld og mér líður svo miklu betur....búin að búa til samræmt dagatal fyrir 2 vinnur, 1 skóla og sparsamt félagslíf mitt út árið!!!
Líka búin að raða glósum og öðrum pappírum í mismunandi möppur - mér finnst svo gaman að skipuleggja því mér líður svo miklu betur þegar allir pappírar eru á sínum stað og ég veit hvar allt á að vera
Í dag var skólasetning í MA og á morgun er fyrsti kennsludagur
Um helgina þarf ég að fara yfir eins og milljón verkefni og ganga frá öllu dótinu sem er hér út um allt á öllum gólfum þannig að ég hef nóg á dagskránni
Líka búin að raða glósum og öðrum pappírum í mismunandi möppur - mér finnst svo gaman að skipuleggja því mér líður svo miklu betur þegar allir pappírar eru á sínum stað og ég veit hvar allt á að vera
Í dag var skólasetning í MA og á morgun er fyrsti kennsludagur
Um helgina þarf ég að fara yfir eins og milljón verkefni og ganga frá öllu dótinu sem er hér út um allt á öllum gólfum þannig að ég hef nóg á dagskránni
1 Ummæli:
ég vildi að ég væri búin að koma skipulagi á mitt dót þó svo ég sé bara í einni vinnu og einu fagi í skóla. Hendi mér í það þegar ég kem heim. Annars er allt gott héðan úr köben, nema helst að ég er ekki dugleg að læra og ansi eigingjörn í verslunum!!!
Heyrumst! mamma
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim