miðvikudagur, mars 28, 2007

og...

vikan líður...sem betur fer þá líður hún hratt því um leið og hún er búin þá er ég komin í páskafrí!!!! Ég hlakka svo til
Á laugardaginn er ég boðin í þrítugsafmæli...verður pottþétt mjög gaman!!! ætla svo aðeins að stússast í borgarnesi á mánudaginn(mjög áhugavert stúss;o)) og svo er ég að hugsa um að skreppa til reykjavíkur og taka út breytingarnar hjá konunni á neshaganum..
allan seinnipartinn og alveg þangað til núna er ég búin að vera að laga til í tölvunni minni, fyrsti hlutinn fór í að láta kláru strákana setja upp tölvuna mína aftur, svo þurfti að koma nauðsynlegu dóti fyrir í henni, tryggja að pósturinn væri rétt upp settur og að öll skjölin mín hefðu lifað af uppsetninguna....að því loknu var komið að því að gera allt eins og ég vil hafa það og setja upp forrit sem þurrkuðust út..
..ég er ekki búin en samt búin að gera ýmislegt...held meira að segja að ég sé búin að bjarga villunni sem er búin að vera í msn hjá mér síðan í nóvember - alveg síðan ég fékk nýju tölvuna þá hefur verið draugur í msn'inu hjá mér...allaveganna búin að nota langan tíma núna í tilfæringar á alls konar dóti og ég vona að draugar hafi verið fældir burt við uppsetningu...ekki misskilja mig - það hefur aldrei komið vírus í þessa tölvu...ekki einu sinni nálægt henni...hahahaha en í fúlustu alvöru þá hefur verið draugur í msn og ég vona að þetta sé búið núna!!!
Ég er allaveganna búin núna og ætla að halla mér:oD

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

það er allt í lagi að hafa draug í msn bara ef hann hagar sér ekki mjög illa. Tók þá ákvörðun að vera ekki niðri í skóla fram á kvöld í kvöld því í gærkveldi varð ég myrkfælin þar. Úff það var hálf óþægilegt. En nú get ég bara farið að hanga fram á kvöld í tölvunni heima hjá mér því útlegninni er að ljúka. kv.

29 mars, 2007 20:13  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim