laugardagur, mars 10, 2007

og vikan er liðin...

í vikunni "ákvað" ég að ég þyrfti meiri vinnu....þannig að ég tók að mér einn áfanga í viðbót....sennilega verður þetta bara fram að páskum en það kemur í ljós þegar nær dregur...vil benda á það að ég á enn einn lausan tíma í stundaskránni sem ekki er upptekinn af kennslu(24 klst) eða fundum(3 klst) þannig að ég hef nógan tíma:oD

...í vikunni hef ég lesið mikið um óeirðir, horft á myndbrot og reynt að kynna mér allar hliðar á málum (eða sko allar þær hliðar sem hægt er að lesa á netinu)...ég sveiflast í skoðunum eins og sannri vog sæmir og kemst ekki að niðurstöðu...að vissu leyti þá dáist ég að þeim sem láta ekki vaða yfir sig og standa á sínum málstað - finnst samt ekki að ofbeldi leysi nokkurn skapaðan hlut....horfði á svo mörg myndbrot af báli, fljúgandi múrsteinum og vígabúnum lögregluþjónum eitt kvöldið að ég var í óeirðum alla nóttina og vaknaði í adrenalín kasti og þurfti ca 20 mín til að róa hjartslátt og andadrátt!!!!!!!!!!!!!!!!!

Í kvöld er ég búin að sofa ágætlega yfir sjónvarpinu:oD


powered by performancing firefox

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég vildi sko vera í DK og fá að taka þátt í að taka á mótmælendum þar.....
Væri sko örugglega gaman:-)

10 mars, 2007 19:20  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég er algjörlega á móti óeirðum en mótmæli eru af hinu góða - tja svona oftast. Helgi mótmælandi Íslands er til dæmis mikill snillingur að mínu mati.

Valgerður ekki taka fleiri verkefni að þér, of mörg verkefni SÖKKA þegar maður þráir ekkert annað en að sofa.

12 mars, 2007 01:59  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim