miðvikudagur, mars 14, 2007

livet som spilopmager

Seinasta sunnudag var ég góð lítil húsmóðir og bakaði köku og snúða og vöfflur...þetta var allt hluti tilraunaeldhússins því vöfflurnar voru speltvöfflur, snúðarnir voru gerðir úr hnetum og spelti og kakan var sykurlaus, var reyndar líka gerð úr spelti en það var af því að það var ekki til neitt hveiti heima hjá mér......annars hefur frekar lítið borið á húsmóðurtöktum hjá mér seinustu vikur

Núna er aðeins eitt verkefni eftir af náminu hjá mér...það er alls 80% einkunnar í áfanganum og ég held það verði mjög skemmtilegt, fékk einmitt samþykkta hugmyndina mína að verkefni þannig að ég er nokkuð sátt.

Ég fer norður í næst seinustu staðlotuna á morgun eins gott að veðurbjóðurinn verði almennilegur!!!! Fyrir norðan þarf ég að kaupa hnetur, kex, kannski te og hitta bróður minn svona fyrir utan að lesa nokkrar greinar, skoða fullt, fullt af glærum og semja nokkrar spurningar fyrir verkefnið mitt....aðallega ætla ég samt snemma að sofa og slappa vel af:oD

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Góða ferð norður, mátt alveg koma og baka svona fyrir mig.....
Einar yrði kátur
Heyrumst
Bið að heilsa Einari og frú

14 mars, 2007 09:23  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það væri rosalega gott ef þú laumaðir reglulega svona hollu bakkelsi í frystinn hjá mér á Neshaganum. Ég væri ákaflega þakklát fyrir það.

15 mars, 2007 10:11  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim