föstudagur, mars 23, 2007

föstudagur

Ég á yfirleitt erfitt með að þola marsmánuð....þessi mars er líka um það bil að ná að spilla ró minni...það er búið að vera ógeðsveður í alltof marga daga og ef spáin gengur eftir þá heldur því áfram...

en það er alla veganna komið að seinustu heilu helginni í mars....ég sé fram á.....vinnu eða lærdóm eða barasta hvoru tveggja.....er að undirbúa heljarinnar skýrslu í náminu og það er að koma að því að setja inn seinustu verkefnin í öllum áföngunum sem ég kenni.....svo gæti nú laumast inn eins og 1-2 þættir úr einhverri vel valinni seríu sem ég þarf nauðsynlega að horfa á.

Þóran er stungin af...ber fyrir sig einhverjum fundi....hnuss....en annars þá er hún að stinga af að eilífu næstu helgi...finnst að það eigi að kjöldraga hana eða amk láta hana ganga plankann áður en hún fer svo að hún gleymi mér ekki:oD

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Það verður nú erfitt að gleyma þér....en ég mun reyna......hahahahahahah

23 mars, 2007 15:52  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim